PKA og þessar kickbox keppnir sem gaurar eins og Bill Wallace og Chuck Norris voru að keppa í í gamla daga voru einmitt lýsandi dæmi um hvað gerist þegar slakað er á karate reglunum. Hvað menn héldu að myndi gerast gerðist nefnilega alls ekki. Og margir voru ósáttir við hegðun keppendanna í hringnum og fannst verið að menga listina með því að einfalda hlutina
þarna voru leyfð högg í höfuð og spörk fyrir ofan mitti og allt full-contact. Þeir sem ekki héldu handleggjunum uppi heldur höfðu þá niður við mitti voru fljótir að læra að það var ekki góð hugmynd þar sem þeir voru rotaðir í massavís.
Svo fór líka að til þess að viðhalda einhverri spark-stemmingu þurfti að setja reglur um lágmarksfjölda sparka fyrir ofan mitti per lotu annars voru dregin stig af mönnum. Annars hefði þetta bara orðið box með örfáum spörkum hér og þar….
Í Savate í Frakklandi má ekki clincha, og einungis má nota 2-3 höggva combo með höndunum og brjóta það upp með spörkum….þar eru lágspörk líka leyfð. Ef Savate menn fengju í hendurnar nýja reglugerð um hvað þeir mættu og mættu ekki gera sem væri eins og PKA reglurnar, þá myndir þú ekki geta séð muninn eftir 1-2 ár af reglulegum keppnum hvort þarna væri Savate stílisti eða Karate maður.
Pointið mitt er það að þegar þú æfir með motion, timing og energy annaðhvort standandi eða í gólfinu þá eru ákveðnir hlutir sem virka og aðrir sem virka ekki, og þegar um keppnisform er að ræða þá hugsa menn ekki um hvernig stíllinn þinn eigi að líta út, eða hvort þú sért með nógu gott form og að viðhalda einhverri hefð….þú gerir bara það sem er líklegast til að tryggja þér sigur. Heilagar stíla-kýr eiga afar erfitt með að lifa af lifandi keppnir. Þannig að þeir sem hafa fyrirfram mótaðar skoðanir um hvernig bardagi í sínum stíl “eigi” að líta út, þá sníða þeir reglurnar þannig til að þeirra persónulega sýn á hvernig karatemaður eigi að standa, hreyfa sig og sparka verði niðurstaðan….og slíkar reglur koma alltaf niður á notagildi keppnisreynslunnar til sjálfsvarna.
Þessvegna er MMA besta sjálfsvarnaríþróttin til að læra. Ég segi það ekki af því að ég hef gaman af MMA(persónulega finnst mér mest skemmtilegt að horfa á ADCC en myndi aldrei detta í hug að mæla með pure grappling yfir MMA þjálfun) heldur af því að ef þú skoðar málið rökrænt þá er MMA
1. Æft á fullkomlega 100% lifandi hátt og
2. Er með fæstu reglurnar og leyfir þarmeð keppendum að komast sem næst því hvernig það er að verja hendur sínar gegn andstæðiing sem virkilega ætlar að þjarma að þeim.
Auðvitað eru lágmarksreglur til að tryggja örryggi keppanda frá varanlegum meiðslum en annað væri líka ekki verjandi á 21. öldinni.
Það má segja að innan lifandi bardagalistanna, þ.e þeim sem hafa sparring og alveg burtséð frá steindauðu Uke/Tori listunum eins og Aikido sé til skali frá því frjálslegasta(MMA) til þess heftasta(semicontact point sparring). Allar “sérhæfðar” lifandi listir s.s BJJ, box, kickbox, Muay Thai, wrestling, judo o.s.frv.) falla þar einhverstaðar á milli.
Það sem ég hef séð til Shotokan er meirihluti þess er “dead-pattern”, þ.e stór hluti iðkanda lætur Kumite alveg vera og einbeitir sér bara að Kihon og Kata. Þeir sem stunda Kumite aftur á móti eru fastir úti á heftasta enda skalans útaf reglunum. Tæknilega séð er það sem þeir gera alive, svo fremur að það sé allavega EITTHVAÐ contact og continuous sparring, en það gæti verið svo miklu, miklu betra.
Gott dæmi um hvað gerist þegar slakað er á reglum þetta clip hér:
http://youtube.com/watch?v=RMjGQk-k2ZAÞetta er svokallað Daido Juku Karate, hópur sem klauf sig út úr Kyokushin Karate(sem eru by the way fokking naglar sjálfir) til að kanna möguleika full-contact karate með höfuðhöggum og mun rýmri reglum. Köst eru leyfð, lásar og hengingar, svipaður tími í gólfinu og í Judo, og meira að segja skallar! Hjálmarnir vernda keppendur og allir eru sáttir, nema þeir sem fussa og sveia og segja að þetta sé ekki lengur karate. Af því að það lítur náttúrulega ekki eins fallega út og flæðandi fimur point sparring kumite ala Shotokan. Menn sveifla hnefum hrinda hvor öðrum, tuddast og djöflast. En þannig er nú einu sinni það athæfi sem allar bardagalistir eiga að vera að búa þig undir….a fight ain´t never pretty.
Hversvegna höldum við þá í þá asnalegu hugsun að reglur sem gera ekkert nema takmarka þekkingu og getu keppenda séu verjanlegar á þeim grundvelli að það haldi listinni hreinni? Slagsmál eru dirty buisness, og útfrá þeim mun skynsamlegri mælikvarða þá eru þessir Daido Juku gaurar LJÓSÁRUM á undan t.d Shotokan í karate. Þeirra karate er bara einfaldlegra miklu miklu meira functional. Þeir eru á hinum enda skalans.
Menn geta hreiðrað um sig hvar sem er á skalanum sem þeir vilja, margir hafa eingann áhuga á gólfglímu og vilja bara æfa standup, sumir vilja bara boxa, sumir vilja bara æfa BJJ. Og það er fínt - á meðan menn vita hvar þeir eru staddir og hvað þeir kunna og hvað þeir kunna ekki. Boxari sem heldur að hann þurfi ekkert nema hendurnar á sér til að verjast hverjum sem er er að blekkja sig alveg jafnmikið og BJJ maður sem stólar á að fara alltaf í gólfið. Og point sparring maður sem heldur að hann kunni standup er að blekkja sig mjög mikið. Hann kann ekki nema brotabrot af því sem hann þyrfti að kunna til geta sagts vera með gott standup.
En eins og ég segi, á meðan þú veist hvar þú stendur og ert sáttur þar sem þú ert, þá er þetta allt í fína. Vandamálin byrja þegar þú ferð að kenna nemendum þínum að þeir séu að læra gott standup ef þeir sparra aldrei með kontakt og engin höfuðhögg, því að þeir eru einfaldlega ekki að gera það. Sjálfsblekking er kannski þolanleg því þá bitnar hún á engum nema sjálfum þér, en bardagalistamenn sem lifa í sjálfsblekkingu fara því miður yfirleitt fyrr eða síðar út í það að kenna öðrum, oft trúgjörnu ungu fólki sem tekur orð hans “at face value” og pælir ekkert meira í því hvort það sé eitthvað vit í því sem það er að gera.
Það er aðalástæðan fyrir öllum þessum látum í Mjölni og SBGi yfirhöfuð - vekja athygli á því að það er því miður víða pottur brotinn í bardagalistum, og það sé til heilsusamlegri, nytsamlegri og síðast en ekki síst SKEMMTILEGRI valkostur. Skítt með það hvort fólk komi að læra akkúrat hjá Mjölni, bara á meðan þú ferð í eitthvað sem er lifandi, box eða Judo eða eitthvað svoleiðis.