Einhverskonar glímuíþróttir hafa verið stundaðar af nánast öllum menningarþjóðum og jafnvel frumbyggjum í öllum heimsálfum, og á öllum tímaskeiðum mannkynssögunnar.
Það sem í daglegu tali er kallað Greco-Roman wrestling er þekkt í íslesnku glímunni sem lausaglíma. Það sem er svona séríslenskt er ofuráherslan á að standa 100% uppréttur, sem gerir glímuna 100x erfiðari. Það sem kallast “dropping your base” og þið getið séð alla Freestyle, Greco-Roman og Judomenn gera til að verjast köstum, þ.e að beygja sig og stinga afturendanum út í loftið er kallað að “bolast” í íslensku glímunni og er talið lélegt form og jafnvel refsivert.
Beltin eru líka séreinkenni, og það sem þú ert örugglega að vitna í er “Gouren”, sem er glímuíþrótt sem er stunduð í Baskalandi á landamærum Frakklands og Spánar. Þeir nota nefnilega nákvæmlega eins belti og við.
Athyglisverð söguleg staðreynd er að fyrr á öldum var allt morandi af Baskneskum sjómönnum á íslandsmiðum, sérstaklega úti fyrir Austurlandi og getur vel verið að þeir hafi tileinkað sér beltaglímuna af okkur eða jafnvel við af þeim! Þar sem leðurbeltin sem notuð eru í dag koma ekki fyrir í sögualdrar frásögnum af glímum. Þá voru allar glímur lausaglímur eða tekin voru fastatök um skrokkinn, einn underhook á mann.
Gouren er samt aðeins grófari en íslenska glíman, og menn gera meira af því að bolast og er það ekki talið refsivert.