Karl er snillingur því hann er pimp (á mörgum sviðum) og hann er pimp því hann er snillingur. :)
Það sem er svolítið merkilegt við STAB, hnífakerfi Karls, er það að það að byrjunarstaðan í því er þannig að þú ert með hníf inni í líkamanum þínum. Þannig byrjar “bardaginn”. Þannig byrjar STAB.
Kenning Karls er, ef þú SÉRÐ hnífinn, hlauptu. Ef þú sérð hann EKKI, þá muntu FINNA fyrir honum - inni í þér. Hnífaárásir eru nefnilega í flestum tilfellum “surprise” árás. Vonandi lenti hnífurinn ekki á lífshættulegum stað, en árásarmaðurinn á næstum bókað eftir að reyna að stinga þig aftur og aftur og aftur í bræðiskasti. Það er þá sem þú notar STAB.
STAB byggir aðallega á greco roman wrestling (ekki rugla því saman við freestyle wrestling) og sér í lagi taki úr greco sem heitir “2 on 1”, sem notað er til að ná stjórn á hnífnum.
Hugsanlega verður þetta einhverntíma kennt í Mjölni þegar Karl hefur gefið okkur stimpil til að fá að kenna þetta. Hnífaárásum hefur því miður farið fjölgandi síðustu ár og það er ekki verra að hafa einhverja hugmynd um hvað maður getur gert til að hugsanlega bjargað lífi sínu ef maður myndi einhverntíma lenda í slíkum ósköpum.