Mér finnst nú að ég verði að benda á eitt hérna:
Götuslagsmál flokkast ekki undir bardagalistir. Götuslagsmálaumræður eiga meira heima á /stjórnmál heldur en hérna. Bardagalistir eru (þrátt fyrir upprunalega tilganginn: að drepa) fyrst og fremst til skemmtunar.
Það eru margir sem líkja bardagalistum, t.d. MMA, við götuslagsmál, en það sem aðskilur þetta tvennt er aðallega hugsunarhátturinn. Í götuslagsmálum er verið að reyna að meiða hinn sem mest, í bardagalistum að vinna. Það hljómar eins og þetta sé nákvæmlega það sama, en það er það ekki. Í götuslagsmálum slær maður frá sér til að meiða. Í bardagalistum er maður að meiða til að vinna.
Það er ekki hægt að “vinna” götuslagsmál, þar sem tilganginum (að meiða) er yfirleitt náð frá beggja aðila hálfu.
Að líkja götuslagsmálum við bardagalistir er eins og að líkja fallhlífastökki við sjálfsmorð (þ.e.a.s. þegar maður stekkur fram af einhverju). Svipuð framkvæmd, en mismunandi tilgangur
bara pínu pæling af minni hálfu :D