Tjah ég hef gaman af MMA, hef keppt 3x og tapað öllum (seinast fyrir mánuði síðan), þannig ég er líklega ekki íslenska vonin um framtíðarstjörnu í MMA lol. Stefni samt á að keppa aftur fljótlega vonandi, samt margt sem ég þarf að vinna í þannig það er spurning hvort maður flytji þetta aðeins.
En voru það ekki bara áhugamannabardagar? Þá skiptir það ekki máli maður fer ekkert á recordið þitt. Amateur bardagarar eru bara til að öðlast reynslu. Oscar De La Hoya byrjaði áhugamannaferilinn sinn í boxi á því að tapa.
Ég myndi segja að sá sem þorir að stíga inn í hringinn er þegar búinn að vinna, sérstaklega ef hann gefur skemmtilegan bardaga. Það þarf mikið til þess að keppa í þessu… og finnst mér frábært hvað þú ert búinn að gera Kári og ert pottþétt kominn með reynslu sem þú getur deilt með okkur hinum.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..