Ég er bara að byggja þetta á því sem ég hef séð á erlendum MMA síðum eins og Sherdog og MMA.tv, reyndar fullt af kjaftasögum í gangi þar og svoleiðis og mikið af hálfvitum þannig það er ekkert víst að það sé allt satt. En það halda því allavega margir fram að notkun kannabis hjálpi manni í BJJ. En ég skal lofa þér því að STÓR hluti af þessum MMA mönnum eru á kafi í svona efnum, þeir eru náttúrulega næstum allir á anabolískum sterum og öðrum lyfjum til að auka frammistöðuna og taka lyf við aukaverkununum á því og jafnvel ofnota verkjalyf eins og valíum (sjáðu Smashing Machine með Mark Kerr til að sjá meira um þetta) og kannabis og svo framvegis. Ég get allavega vel ímyndað mér að þar sem þessir menn leggja svo mikið á líkaman á sér að þeim finnist gott að slaka aðeins á og fá sér í haus.