Tælensk íþrótt, þjóðaríþrótt tælendinga ef mér skjátlast ekki. Þetta er líka kallað Thai Box (vill frekar nota Muay Thai því fólk heldur að ég sé að segja Tae Bo þegar ég segji Thai Box).
En þetta er íþrótt sem er hægt að lýsa þannig að þetta er Kickbox sem leyfir olnboga og hné, oft talið að þetat sé með betri “striking” íþróttunum þar sem hún tekur inn alla útlimina (að vísu má ekki skalla). Hún er líka mjög einföld, lítið um flókin spörk, aðalega notað boga spark (Roundhouse) og Teep (ýtispark beint áfram) og svo venjulegar box hreyfingar með höndunum plús síðan olnbogar og hné.