Mér sýnist að það séu nokkrir hér sem hafa æft eitthvað hjá Jimmy og var að velta því fyrir mér hvort þeir gætu svarað nokkrum grundvallarspurningum sem ég hef varðandi það sem hann er að kenna hérna, t.d. Hvaða gráður hefur hann, hvaða réttindi til að kenna alla þessa stíla sem hann gerir, er einhver agaskipan og eðlileg framvinda á námskeiðunum hjá honum eða er þetta bara æft eins og líkamsrækt? Það sem ég hef heyrt um og séð af Jimmy og tímunum hjá honum hefur fylt mig efasemdum um það sem hann er að gera. Gætuð þið kannski greitt úr þeim fyrir mig. Ég meina bara það að síðan hann byrjaði (og ég man eftir) hefur hann verið að kenna kickbox, Jeet kune do, Wing Chun, Muay Thai, ShootFighting og vopnatíma, en ég hef hvergi séð nér heyrt neitt um að hann hafi gráður í þessu öllu saman. (Jeet Kune Do er t.d. bara aðferð, ekki bardagalist).Endilega clear this up.

obsidian
Aikikai Reykjavík