…..Ef hann vinnur 6 bardaga í viðbót þá er nú bara ferillinn helv. góður. Hann er 21-1 og tapið algert rugl, hefði verið dæmt No Contest ef þetta hefði ekki verið útsláttarmót. 27-0, og á listanum margir af erfiðustu andstæðingunum í bransanum er ekkert annað en ótrúlegur árangur.
En ég held að ef eitthvað eigi eftir að leggja Fedor að velli, þá verði það meiðsl en ekki andstæðingar. Hann hefur átt í þrálátum vandræðum með að brjóta alltaf á sér hendina, sá röntgenmyndir af henni um daginn, gaurinn er að verða alvöru vélmenni, fullt af skrúfum og plötum og guð má vita hvað.
Ég bara honestly sé ekki hver á raunhæfann möguleika á að vinna Fedor. Hunt kannski, en ég gef honum ekki góðar vinningslíkur. Sumir segja Werdum, en Werdum kemur ekki með neitt í hringinn sem Fedor hefur ekki séð áður frá Nogueira á hærra plani.
En sex bardagar er bara allt of langt fram í tímann til að spá nokkru.