Ég myndi ekki gera ráð fyrir því að læra nýja lása á þessu námskeiði. Það sem skiptir máli er ekki að kunna sem flesta lása heldur hversu góður þú ert í að stilla þeim upp og koma þér í og halda góðum stöðum. Skiptir ekki máli t.d hvað þú kannt marga lása úr mount ef þú kemst aldrei í mount útaf því að andstæðingurinn er svo góður í að halda þér í guard t.d, eða sweepar þér alltaf á botninn. Það er það sem þú munt læra á þessu seminari ef það er eitthvað eins og þau fyrri. Að losna úr slæmum stöðum og halda góðum skiptir 1000x meira máli heldur en hversu marga lása þú kannt. Ég t.d kann, og get demoað alla sömu lásana og Arnar, Jón Gunnar of Bjarni. En þeir rústa mér samt afþví að þeir hafa miklu meiri þekkingu á hvernig maður hreyfir sig í jörðinni. Alveg eins og boxari sem hefur boxað í 1-2 mánuði kann öll höggin sem topp 10 boxarar kunna(jab, cross, hook, uppercut o.s.frv.), en þeir kunna bara ekki að stilla þeim upp með fótaburði og gabbhreyfingum.
Þessi námskeið Matt snúast fyrst og fremst um að leggja áherslu á “fundamentals”, sem er eitthvað sem bæði byrjendur og lengra komnir geta nýtt sér til jafns.