Það kepptu nokkrir sem ekki æfa með Mjölni, flestir úr JR. Mótið var náttúrulega bara auglýst á netinu og í JR, og hugsunin var að fá ekkert alltof mikið af ókunnugum þar sem þetta er náttúrulega fyrsta mótið sem við höldum, og gott að það sé ekkert alltof stórt.
Þess má einnig geta að slatti af utanklúbbsmönnum sem skráðu sig annaðhvort mættu ekki í viktunina eða jafnvel mættu í viktunina en beiluðu svo á mótinu, einhverra hluta vegnaþ
Annars gekk mótið AFAR vel fyrir sig, einungis ein meiðsli, fullt fullt af submissions og ein allra mest spennandi nogi glíma sem ég hef nokkurntíman séð, milli Jón Viðars og Ágústar Bent.
Nánast allt mótið náðist á video og mun vonandi birtast einhvers konar highlight video seinna meir….
Og skamm skamm þeir sem ekki komu að horfa á! ;)