Blessaðir allir,
Þetta fór nokkuð vel hjá okkur síðast; þ.e.a.s. á kynningaræfingunni svokölluðu og var ég mjög sáttur við þetta allt saman og hvernig fór… Allir virtust hafa skemmt sér vel og lært þónokkuð, enda úr nógu að ráða þegar Budo (stríðslist) er stundað…
…En nú er komið að því að stíga næsta skrefið og er búið að setja dagsetningu, tíma og ‘prógramm’ á laugardag og sunnudag (22 og 23 apríl nsk). Má segja að nú hefjist æfingar af fullri alvöru, þó í þessu óhefðbundna sniði um stundarsakir svona á meðan breytingar standa yfir og verður þetta að fá að ganga sinn veg á sem rólegastan hátt þangað til allt kemst á hreint
Allavega, þá er staðsetningin sú sama (í Íþróttahúsinu við Ártúnsskóla, Árkvörn 6 í Reykjavík) og tímasetningin 1300 til ca. 1800 hvorn daginn. Verðið er haft í lágmarki og ekki nema 1000 ískr pr dag eða tvöþúsundkall fyrir helgina. Eins og áður, þá er séð fyrir öllum græjum þó fólk megi vitanlega koma með eigin prik og/eða bokken (viðarsverð) ef svo vill til…
Best er að klæðast í góðum æfingagalla (helst síðum buxum) og/eða Gi, tvennum pörum af þykkum sokkum og vera þó með strigaskó tilbúna (ninja tabi fyrir þá sem eiga) ef veður leyfir og við hendumst út úr húsi…
Áætlunin – þ.e.a.s. dagskráin – mun innihalda mörg vel þekkt form innan Bujinkan með áherslu á; ‘Níu liða undankomu tækni’ (Hajutsu Kyu Ho) og ‘Átta liða grunntækni’ (Kihon Happo). Einnig munum við fara út í ‘sparring’ og bardagatækni… Hvorutveggja með og án vopna!!! Vildi ég enn og aftur minnast á að öll vopn eru að öllu leyti ‘örugg’, sértilbúin til æfinga og mjög ólíkleg til mannskemmda…
Það eru allir velkomnir og vonast ég til að sjá sem flesta, en nánari upplýsingar munu gefast í pósti sem fer á skrásetta meðlimi innan skamms. Annars er hægt að ná í mig í nekron@nekron-art.com - eða hér á huga - og mun svara öllum spurningum við fyrsta tækifæri…
Ég þakka fyrir mig og fyrir hönd Bujinkan þangað til næst…
Kveðja,
Diðrik Jón Kristófersson (aka Nekron)