Það er reyndar ekki rétt. Ég byrjaði að kenna BJJ í Faxafeni 8 í svona eitt ár eftir að hafa prufað brögð á bróður mínum sem ég sá á kennslumyndböndum, bókum og netinu.
Síðan gekk Bjarni Baldursson til liðs við mig eftir að hafa reddað Matt Thornton til landsins til að halda námskeið. Stuttu seinna gengum við til liðs við samtök Matts, þ.e.a.s. “Straight Blast Gym”.
Síðan fluttum við Bjarni kennsluna frá Faxafeni yfir í World Class í einhverja mánuði.
Kannski ári seinna (man það reyndar ekki) var Mjölnir stofnaður til að sameina hóp af fólki sem hafði gríðarlegan áhuga á MMA og BJJ. Þá höfðu Jón Viðar og Árni Þór verið að fikta eitthvað við vídeóspóluþjálfun sjálfir áður. Á sama tíma fluttum við æfingaraðstöðuna yfir í húsnæði Júdófélags Reykjavíkur.
Svona “fikt” getur endað í einhverju góðu - ef þú gefst ekki upp. Það eru margir klúbbar úti í heimi sem byrjuðu nákvæmlega eins. Einhver sagði mér að Júdóið á Íslandi hafði reyndar byrjað svona.
Þetta er alls ekki ógerlegt, bara hrikalega tímafrekt, ég hafði ekkert líf fyrir utan það að vera að stúdera BJJ af spólum í alla vegna 2 ár. En ég vildi líka gera þetta vel.
Kveðja,
Jón Gunnar.