Í fyrsta lagi þá virkar lítið að æfa án þess að slást þar erum við algerlega sammála,
Þessvegna æfi ég “sparring” lifandi, það er mikill misskilningur að halda að iðkendur í kínverskum
bardagalistum sláist ekki, nema að þeir æfi “seinni tíma wushu”. það geri ég EKKI,
Ég vil hafa þetta old-school, með því markmiði að verða betri í slagsmálum þar sem engar reglur gilda.
Þess vegna breytist “gjörbreytist listin” ekki fyrir mér eins og þú segir, ég æfi greinilega ekki eins og þú heldur.
Staðreyndin er sú að ef ég væri bara að berja út í tómt loftið ( taolu/kata) og káfa á æfingafélögunum
þar sem við myndum “skiptast á að gera” þá gæti ég alveg eins gefið skít í þetta.
Hefðbundnir kung-fu stílar á vesturlöndum eru ekki allir gott dæmi um kínverskar bardagalistir og
mér finnst menn oft vera að kúka upp á bak með æfingarnar, að leggja ofuráherslu á að æfa taolu ( kata )
með því eina markmiði að fá stig fyrir þær í keppnum, upphafleg ætlun taolu var ( og er enn fyrir mér )
m.a. að æfa að blanda saman höggum , spörkum , köstum , og lásum á sem skilvirkastan máta, að vera snöggur að beita
líkamanum í sem bestri stöðu til þess að ná sem mestum krafti og hraða, að vera meira fluid og að hika
sem allra minnst. Í dag eru settar saman fyrirfram ákveðnar taolu sem keppt er í, en staðreyndin er að
hver sem er getur sett saman æfingarútínur sem hann heldur að gagnist honum og kallað það taolu,
til dæmis sett saman öll spörkin sem hann kann ef hann vill taka vel á löppunum þann daginn,
hann getur meira að segja kallað það drill eða hvað sem er “The name is not the thing….” .
sanda er hinsvegar bundið af reglum sem gerir það hagkvæmast að slást eins og raun ber vitni.
Þessvegna lítur það út eins og það gerir, Ég myndi kjósa að hafa eins litlar handa hlífar eins og
mögulegt er og að leyfa gólfglímu. En það var ekki markmiðið þegar sanda var sett saman.
Júdómenn eða BJJ-menn líkjast ekki sandamönnum í bardaga vegna þess að þeim eru sett ákveðnar reglur sem eiga
við þá, þeir líta hinsvegar ekkert út fyrir að vera Muay Thai-menn þó þeir séu kannski ekkert minna að æfa lifandi list..
Þegar ég slæst þá vil ég til dæmis ekki vera bundinn af einhverjum hring eða octagon og ég vil
heldur ekki að einhverjir ókunnugir menn gefi mér stig, ég vil frekar hafa eina lotu og engin tímatakmörk,
bara hafa það eins og það gerist á götunni.
En ég geri mér líka grein fyrir því að það er ekki að fara að gerast á næstunni.
Það getur hinsvegar enginn sagt mér að ég megi ekki æfa mig þannig.
Ég vil líka koma til þín þeim skilaboðum að ég lít alls ekki niður á
MMA, og mér finnst frábært að það skuli vera til vettvangur þar sem keppendur
eru ekki njörvaðir endalaust niður af reglum, ég er mjög fylgjandi MMA.
Það sem fólk veit ekki er að kínverskar bardagalistir eru ekkert annað en MMA.
Ég tala hinsvegar aldrei um blandaðar bardagalistir vegna þess að mér finnst
rangt að setja annarsvegar högg og spörk í einn flokk/list og hinsvegar glímu og lása í annan,
Mín námsskrá samanstendur af öllu þessu í sama pakkanum og meira til.
Það er upp undir hverjum og einum komið að ná árangri í kung-fu, en það vill
oft verða þannig að ef menn reyna að læra of mikið í einu þá lætur árangurinn standa á sér,
það að ná fljótt nýtanlegum árangri er því komið undir þjálfaranum og nemanda.
Og ég ætla ekki að taka það til mín að ég sé einhver dead-pattern whatever gaur sem
að kúka á MMA eða sund. Það er svo langt frá því að vera sá sem ég er. Ef þú heldur að
upprunalegt kung-fu sé dead-pattern þá er það alger misskilningur.
Ef einhver heldur að ég sé að reyna drulla yfir MMA, þá má sá hinn sami fara í rassgat og kynna sér málið
betur, þar á meðal kínverskar bardagalistir.
Ég er veit hinsvegar betur í dag en að halda að UFC og PRIDE sé eini sannleikurinn,
það er ekki alltaf sem að reglur gilda eða að menn ráði aðstæðum.