Af hverju viltu ekki æfa mjög lengi?
Sjálfsvarnarlistir, sama hvaða nafni þær nefnast eru ekki eitthvað sem að þú getur bara lært einu sinni og svo hent upp á hillu og náð í þegar þú þarft á þeim að halda. Ef að þú æfir ekki í einhvern tíma þá fer þér aftur…..
Þetta snýst ekki um að læra nokkur trikk og svo bara búið, þú þarft alltaf að halda þér í formi. Og svo er 90% af gamaninu fólgið í því að æfa, ekki í því sem æfingarnar gefa þér.
Ég skil aftur á móti vel að þú viljir ekki læra einhverjar kötur, þær kenna þér líka nánast ekki neitt um að verja þig á nokkurn hátt.
Ef að þú vilt prófa eitthvað sem að gangast undir pressu, þá eru valkostirnir að mínu mati eftirfarandi.
Boxklúbbarnir: nokkrir slíkir, HR best ef þú ert í bænum. Gefur þér góðan fótaburð, handatækni og hæfileika að víkja þér undan höggum og vera sleginn án þess að fara í kerfi. Klassísk list með mikla dýpt
Muay Thai: Getur lært MT í Pumping Iron. Fjölbreyttara en box, kennir notkun handa, fóta olnboga og hnjáa. Einnig farið í “clinch” stöðuna sem að er mjög mikilvæg. MT er oft kallað “Konungur standandi bardagalistanna”.
Judo: Fullt fullt af góðum Judoklúbbum út um allt land. Mjög góð lifandi bardagalist, frábær köst og fín gólfglíma sem skiptir miklu upp á sjálfsvörn. Algert æði.
BJJ/MMA: Enn sem komið er aðeins kennt í Mjölni. BJJ er ein allra besta pjúra gólfglímulistin og kennir ýmislegt sem vantar inn í gólfglímuna í Judo. MMA tímarnir hjá Mjölni sameina líka allt sem ég hef talið upp að ofan í einn heilstæðan pakka.
En sama hvað þú velur, þá virkar það bara alls ekki að mæta í 1-2 mánuði og hætta svo. Það tekur einfaldlega 1-3 ár að verða sæmilega góður, og um leið og þú hættir að æfa þá ferð þú að ryðga.