Ég tel mig vita ýmislegt um Bruce Lee, hann var góður en ekki ósigrandi, hann var mjög brutal. Það eru til nokkur form í Wing Chun eitt af þeim er Biu Jee (eða Bil Jee held ég að það sé borið fram), og í því eru aðalega notuð fingerjabs í augun hálsinn þyndina og punginn. Þegar hann keppti á móti Jack Wong Man sem var mjög virtur Northern Shaolin (minnir northern) gaur, þá lennti bruce í ýmsum vandræðum. En þetta byrjaði víst með því að Jack rétti fram hendina til að heilsa og Bruce reyndi að skjóta fingrunum í augun á honum. Og svona var allur bardaginn, bruce var ekkert að sparra hann var í bardaga, hann vildi meiða/drepa hann (samkvæmt jack wong man).
Það eru til ýmsar sögur af þessum bardaga, t.d. Bruce Lee segir að hann hafi klárað hann á örfáum mínútum og gjörsamlega gengið frá honum meðan jack hljóp í burtu í vörn, Jack segist aldrei hafa sparkað í öllum bardaganum af hræðslu við að meiða/drepa bruce af því þetta var í USA þar sem hann yrði ekki par vinsæll fyrir að drepa Bruce Lee, þetta hljómar bæði soldið skringilega, fyrst af öllu þá var þetta bardaginn sem gerði það að verkum að bruce hætti að æfa Wing Chun og fór að skapa eigin stíl (Jeet Kune Do). Þannig ef þetta var svona auðvelt þá er ekki séns að hann hafi hætt að æfa wing chun. Jack Wong var að vinna daginn eftir með enga sjáanlega áverka nema klórfar við hliðina á auganu sem hann segir að væri eftir fyrsta höggið (þegar þeir tókust í hendur). Þess má geta að þeir lofuðu að tala aldrei um hvernig bardaginn færi.
En hvað gerist? Bruce segir frá þessu í blaði sem allir í Chinatown lesa, og fljótt fréttist þetta og orðspor Jack Wong Man skaðast, Jack Wong skorar á Bruce Lee í opinberan bardaga fyrir framan alþjóð nema hann taki til baka þessa ásökin (ef hann er fyrir framan alþjóð veit hann að bruce drepur hann ekki og hann drepur ekki bruce), og hvað gerist? Bruce svarar aldrei þessar áskorinn, þrátt fyrir að vera MJÖG uppstökkur í hvert skipti sem einhver skorar á hann, þá svaraði hann ekki þessarri, af hverju? You can only guess.
Maðurinn var góður en ekki halda að hann sé einhver guð.