Eitt sinn sýndi Aikido þjálfarnn minn bekknum ákveðna tækni. Man ekki alveg hvaða tækni það var, einhver einföld “basic”.
Síðan þegar hann var búinn að því, sýndi hann okkur sömu tækni með Judo aðferðinni og að lokum gerði hann þessa sömu tækni sem Tai Chi. Það furðulega var að þú sást alltaf sömu tæknina, munurinn var eingöngu í skreytingunni í kringum tæknina, smá stílbreytingar.
Það sem ég hef lesið um Tai Chi tæknir er mjög sviplíkt Aikido tæknum. Sama grunn hugmyndin. Þú færir þig út úr árásarlínu andstæðingsins, nærð stjórn á þungamiðju hans (center of gravity), tekur hann svo úr janfvægi og setur hann í gólfið.<br><br>Gorkamorka