Það er bara mjög misjafnt, allt eftir hversu mikið það er verið að þnjaskast á eyrunum þínum. Það er rétt að venjulega byrjar þetta sem eitthvað lítið, en það getur fyllt sig upp á örfáum mínútum og orðið VEL þrútið.
Ég var með blómkálseyra fyrir bardagann minn fyrir 10 dögum, en það var orðið nokkuð gott, svo gott sem hætt að blæða. En eftir bardagann (sem entist rétt rúmar 4 mínútur) var það rúmlega 2x stærra en það hafði nokkurn tíman verið.
Btw nokkur tips með að losna við blómkálseyru fyrr. Settu ís á eyrað eins og það sé hvert annað meiðsli, hefur fundist það hjálpað mikið. Líka þegar það er búið að tæma eyrað, þá er það betra að það sé svoldil pressa á það (skinnið er losnað frjá brjóskinu og til að eyrað verði venjulegt aftur þarf það að liggja þétt upp að brjóskinu og vaxa saman aftur). Ég fékk það tip (og hef notað það) að setja svona leikfangaleir í eyrað þar til að halda smá þrýstingi á eftir að ég tæmdi það, fannst ég virkilega finna stóran mun á tímanum sem það tók fyrir eyrað að fyllast eftir að ég byrjaði á því.