Já það er einhver þörf á breytingum.
Að mínu mati er maður að sjá of mikið af tilgangslausum korkum. Korkum sem eru með spurningar yfir einhver ákveðin félög. Þetta er allt hérna fyrir neðan, þ.e. listi yfir bardagalista félög á landinu, þetta er bara virkilega óáberandi og það þarf að finna einhverja sniðuga leið til að gera þetta áberandi svo að menn fari að nýta sér þessa kosti hérna, í staðinn fyrir að staðin fyrir að koma með korka þar sem þeir spurja hvort að það sé eitthvað akido félaga hérna þegar þessar upplýsingar eru til.
Já og eitthvað þarf að gera varðandi notendur sem ekki hlusta þegar þeim er bent á að bæta sig, t.d. Krotty. Það má alltaf reyna að tala vitið fyrir þessum notendum og gefa þeim séns en þegar menn sem aðhyllast því að vera með endalaust fleim og svörin þeirra eru næstum aðeins ætluð að móðga eða skjóta á aðra þarf að grípa í og kenna þeim smá lexíu.
Einni væri ágætt ef fólk gæti farið að draga skemmtilegar greinar upp úr ermum sínum. Í staðinn fyrir að ætla sér að lífga uppá þetta áhugamál með því að senda inn korka ætti það frekar að einbeita sér að skrifa almennilega og góða grein. Sniðugt ef einhver gæti skrifað smá um reynslu sína og sögu af bardagaíþróttum og hvernig hann er búinn að þróast. Þetta er auðvitað bara hugmynd en vonandi nýtir einhver fínn penni sér þetta og byrjar skrifin strax ;).
Annars er ég þér, Freestyle, þakklátur fyrir að sína áhugamálinu mikinn áhuga á að koma því í betri stöðu.