Sælir allir (takk Pokemon fyrir að ýta aðeins við mér…;-),
Ég hafði nú ákveðið að bíða aðeins með frekari upplýsingar og ‘statements’ þangað til að næsti atburður kæmist á hreint, en það er ekki verra að fjalla aðeins um þetta að sinni…
Allavega, þá fór þetta fram á stund og stað og gekk bara ágætlega að ég tel. Ég held að allir hafi skemmt sér vel og lært margt þrátt fyrir að þetta hafi nú einungis verið kynning og árinni ekki stungið of djúpt…
Eins og ég hafði fyrir séð; þá var andinn framúrskarandi góður og allir vel til í tuskið. Það var mikið hlegið og gaman haft - og ég vona að engin hafi þurft að þola einhverja erfiðleika eftir þetta alltsaman, þ.e.a.s stirðleika og/eða marbletti…
Ég hafði soðið saman létt kynningarefni og gekk það ágætlega fyrir sig: kaststjörnur, hnefaleikar, stafakúnst, öskur og læti… Allir voru þó yfirvegaðir og léttir á sér, enda tekið eftir því þegar horft er á myndbands-upptökuna sem ég hafði séð fyrir… Það voru nokkrir sem stóðu sig úr - eins og alltaf - en það kom að öllu leyti hollenskum ninjum á óvart hversu viljugir og ákafir allir voru. Íslenski víkingaandinn er nokkuð sérstakt fyrirbæri og var gaman að sjá hversu vel þetta fór…
Það virðist þó vera að einhverjir hafi jafnvel ekki fundið þetta og biðst ég velvirðingar á því… Það verður allavega séð fyrir því næst og kort látið fylgja Ninjapóstinum sem ætti að komast á skrásetta innan tíðar, en ég hafði aldrei komið þarna áður og vissi ekki nákvæmlega hvernig þetta yrði… Sorrí…!!!
Ég þakka svo bara fyrir mig og bendi svo á enda aprílmánaðar og ætti þá laugardagur og sunnudagur að duga til. Prógrammið er komið á hreint og allt að verða klappað og klárt…
Gambatte ne,
Diðrik Jón Kristófersson (A.K.A. Nekron)