Svarið við spurningunni þinni er margþætt.
1. CM er fyrst og fremst hugsað sem stand-up kerfi sem vinnur vel með hinu hefðbundna box-kerfi, og er númer 1, 2 og 3 varnarkerfi. Það hangir enginn í CM stöðunni alltaf, allann bardagann. CM var þróað með það í huga að gera þeim sem eru ekki eins vel búnir af “attributes”(viðbragðhraða, samhæfingu og þoli gegn höggum) kleyft að sparra standup án þess að vera slátrað. Stór ástæðan fyrir því að þú sérð fáa toppfightera nota CM er að flestir pro fighters eru líka með mikla náttúrulega “attributes”.
2. CM er ekkert sérstaklega mikið þekkt ennþá, enda afar ungt sem heilstætt kerfi. Það tók meðð hvað, 70-80 ár að sannfæra menn um að það væri gott að verja sig í gólfinu? Að mínu mati er ekki komin mjög mikil reynsla á CM.
3. Langflestir MMA menn eru með box-þjálfara á sínum snærum, sem að náttúrulega kenna mest það sem þeir hafa lært sjálfir. Einnig spilar þar inní punktur 1 með attributes - hví kenna framúrskarandi íþróttamanni varnarkerfi sem er hannað fyrir meðaljóninn ef að hann getur náð meiri árangri með standard boxhreyfingum?
Aðalástæðan fyrir því að Rodney King byrjaði að þróa CM var, ótrúlegt en satt, að hann byrjaði að bjóða upp á BJJ í gymminu sínu. Hann hafði verið í boxi og Muay Thai lengi, en varð dálítið hissa þegar hann sá að nánast hver einasti maður sem kom inn og vildi læra BJJ gat gert akkúrat það - lært BJJ. Í boxinu hafði hann vanist því að stór hluti þeirra sem að kom inn í gymmið og voru allir af vilja gerðir að gerast boxarar gátu það ekki - brottfallið var mjög hátt. Þegar hann pældi meira í þessu sá hann að það var út af því að BJJ byggðist upp einvörðungu á tækni, en til þess að geta sparrað af einhverju viti í boxi þá þurftu menn að hafa tækni og einnig vera sæmilega vel útbúnir frá nattúrunnar hendi. Þeir sem ekki voru það áttu í mesta basli við að sparra almennilega. Þaðan kom CM, tilraun til þess að gera “non-attribute based” standup kerfi. Hefur það tekist? Það ætla ég ekki að dæma um.
En ég veit það að CM hefur nýst mér afar vel í freestyle sparring, ég tók nokkrar lotur gegn Shotokan svartbelting fyrr í vetur og náði yfirleitt alltaf að ná honum í clinch og niður í gólf án þess að vera buffaður allt of mikið, og ég er ömurlegur striker. :D Án CM hefði hann örugglega tjónað mig all svakalega.
Þetta er nú orðið alltof langt, en vonandi útskýrði þetta eitthvað…..