Vil bara minna alla á styrktar mót fyrir Björn Þ.

tekið af www.taekwondo.is

Opna styrktarmót Björns - Upplýsingar

Opna styrktarmót Björns Þorleifssonar verður haldið sunnudaginn 5. mars í Ingunnarskóla, Grafarholti. Keppt verður í þremur greinum kyorugi, poomsae og þrautabraut.

Mótið hefst kl. 09.00 en húsið opnar kl. 08:00. Staðfesting á skráningu fer fram frá 08:00 – 08:30 á mótsdegi. Vigtun fer fram í Framheimilinu laugardaginn 4. mars milli kl. 10:00 – 12:00. Börn þurfa ekki að koma í vigtun en yfirþjálfarar skrá þær upplýsingar með þátttökuskráningu. Ef um rangskráningu er að ræða að mati mótstjórnar verða viðkomandi vigtaðir og færðir um flokk. Yfirdómari mótsins er Hlynur Örn Gissurarson. Mótstjórn tekur ekki ábyrgð á meiðslum eða slysum sem kunna að koma upp.

Dagskrá móts:
08:00 – 08:30 skráning
09:00 – 10:30 keppni í poomsae
10:30 – 12:00 keppni í þrautabraut
12:00 – 17:00 keppni í kyorugy

Kyorugy útsláttakeppni– upplýsingar:
Beltaflokkar börn:
Gul rönd – appelsínugult (10-8 kup)
Grænt – rauð rönd (7-5 kup)
Rautt+ (4+ kup)
Beltaflokkar fullorðnir:
Gul rönd – blátt belti (10-6 kup)
Blátt m/rauðri rönd+ (5+ kup)

Aldursflokkar
6-12 ára - minior
13-14 ára - junior
15-17 ára - junior
18+ senior
Tími bardaga
Fullorðnir: 2x2 mín (30 sek pása)
Börn: 2x1 mín (15 sek pása)

Þyngdaaflokkar:
Fullorðnir: -57, -67, 67-80, 80+
Börn: -28, 28-35, 35-42, 42-49, 49-56, 56+

Vigtun fer fram í Framheimili laugardaginn 04.03 kl. 10-12. Börn þurfa ekki að fara í vigtun heldur eru þær upplýsingar sendar með skráningu.

Ristahlífar eru leyfðar í minior- og juniorflokkum.

Junior flokkar mega sparka í höfðuð “semi-contact” 1 stig gefið. Ef, að mati dómara mótsins, að keppandi veitir of þungt högg í höfuð tapar sá aðili án tillits til stöðu bardaga. Ef keppandi í junior sparkar í höfuð er viðkomandi úrskurðaður tapsaðili bardaga, án tillits til hversu þungt högg er veitt.

Poomsae stigakeppni - upplýsingar:
beltaflokkar börn
10-9 kup
8-7 kup
6-5 kup
4 kup+

Form
4 upp og 2 niður
Þátttakendur mega velja á mótstað
5 hæstu í hverju flokki fara í úrslit – 10-9 kup mega endurtaka form.
10-9 kup mega gera grunnform/krossinn etc. - úrslitahópar mega endurtaka form sem gerð voru í fyrri umferð.

Þrautabraut:
Tveir flokkar, fullorðinsflokkur 13 ára og eldra og barnaflokkur 12 ára og yngri. Fimm þátttakendur með besta tímann fara í úrslit. Allir geta tekið þátt í þessari grein, mömmur, pabbar, afar, ömmur, frænkur, frændur m.ö.o. hver sem hefur áhuga á að spreyta sig og leggja málefninu gott lið.

Verðlaunapeningar og viðurkenningarskjöl
Börn fá verðlaunapening og fullorðinsflokkar viðurkenningarskjal. Veitt verða verðlaun fyrir konu og mann mótsins sem telja frá niðurstöðum kyorugy og poomsae (ekki þrautabraut).
1. sæti gefur 5 stig,
2. sæti gefur 3 stig og
3. sæti gefur 1. stig.

Keppnisgjöld
Keppnisgjald er kr. 2.000 fyrir þátttöku í einni/tveimur greinum (kyorugy og poomsae) innifalið er þátttaka í þrautabraut. Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í þrautabraut greiða kr. 500 og skrá sig á keppnisdag.

Skráningarfrestur og greiðsla keppnisgjalda
Yfirþjálfari hvers félags sendir Kjartani Sigurðssyni, framkvæmdastjóra mótsins, skráningu (vigtun á barnaflokkum) og þátttökugjöldum. Skráningu lýkur að miðnætti (kl. 24:00) 1. mars n.k. Skráningu skal senda á kjartans@hi.is og eru yfirþjálfarar beðnir um að senda einn skráningarlista ásamt einni greiðslu. Ef keppendur geta ekki tekið þátt í mótinu af einhverjum ástæðum verða keppnisgjöld ekki endurgreidd.

Veitingasala
Á keppnisstað verða ýmsar veitingar til sölu og mun allur ágóð renna til Björns Þorleifssonar. Lögð verður áhersla á hollar veitingar.

Með vinsemd og virðingu með von um góða þátttöku og skemmtilegan dag,
Mótsnefnd styrktarmóts Björns Þorleifssona
Stjórnandi á