Mig langar að skrifa smá pistil um glímu vegna þess að ég hef oft fengið að heyra að þetta sé hommalegt, dans, gamaldags og ekkert mál.
Glíma hefur verið til frá örofi alda og það vita þeir sem lesið hafa fornsögur s.s Grettissögu, þá var glíman mun frábrugðnari því sem hún er í dag, þá var ekki notast við belti og menn notuðu einskonar lausatök, þótt þetta hafi ekki verið líkt þeirri glímu sem við þekkjum í dag var þetta bara byrjunin á þróun íþrótarinnar.
Þessvegna er þessi íþrótt þjóðaríþrótt okkar þar sem að hún hefur þróast og fylgt okkur í gegnum aldirnar og er því hluti af menningu okkar.
Ég hef einnig verið spurður að því hvort hægt sé að notast við glímu í sjálfsvörn.
Svarið er já, glímu og önnur fangbrögð er hægt að nota í sjálfsvörn og þá aðarlega til þess að ná árásarmanninum niður.
Fyrir lengra komna þurfa menn ekki að grípa um mitti heldur að ná taki um árásarmannin s.s á síðu eða herðar.
ÉG vil þó taka það fram að glíma gegnur úta drengskap og virðingu og tilgangur hennar ekki að meiða neinn.
Glíman hefur því miður ekki fengið eins mikkla athygli einsog ég myndi vilja en það kemur kanski til með að verða breyting á því og ég hvet einnig alla þá sem eru áhugasamir að kynna sér glímu og kíkja á æfingar og þar verður ykkur tekið með opnum örmum.
Ef þið hafið einhverjar spurningar varðandi glímu eða félög endilega sendið mér póst og ég reyni að svara sem fyrst :)
Takk fyrir mig og ladrey að vita hvort maður skrifi grein um glímuna frá a-ö.