Hérmeð býð ég alla UFC áhugamenn á huga.is velkomna á Hraunsnef, veitingastað rétt hjá Bifröst í Borgarfirði sunnudagskvöldið 5. Mars til að horfa á UFC 58: USA vs Canada. Meðlimir Mjölnis klúbbsins hafa flykkst á þennan frábæra stað fyrir 2 síðustu UFC keppnir og látið vel af, við höfum staðinn út af fyrir okkur, UFC á stóru tjaldi, FRÁBÆRANN mat og mikið stuð.

Þetta er ekki alveg í beinni, er sýnt á ca. 12 klst tape-delay á bresku stöðinni Bravo sem að er hluti af Sky Digital pakkanum.

Allir hugamenn sem að eru húsum hæfir og haga sér skikkanlega eru hérmeð boðnir velkomnir. Mjölnisfélagar ætla víst að fjölmenna og styðja sinn mann(BJ Penn), og cardið er MJÖG spennandi.

Rich Franklin vs. David Loiseau (Middleweight Title)

BJ Penn vs. Georges St. Pierre (Welterweights)

Diego Sanchez vs. John Alessio (Welterweights)

Yves Edwards vs. Mark Hominick (Lightweights)

Mike Swick vs. Steve Vigneault (Middleweights)

Kenny Florian vs. Sam Stout (Lightweights)

Nathan Marquardt vs. Joe Doerksen (Middleweights)

Jason Lambert vs. Rob MacDonald (Light Heavyweights)

Tom Murphy vs. Christophe Midoux (Heavyweights)


Allar spurningar og frekari leiðbeiningar um hvernig eigi að komast þangað velkomnar. það hefur myndast alveg hreint rosalega góð stemming í síðustu tvö skipti og nú er kominn tími til að stækka hópinn. Einnig eru Mjölnismenn sérlega skemmtilegir einstaklingar sem gaman er að kjafta við…..