Veistu að ég held að þetta sé alrangt hjá þér. Ég held að íslenska glíman geti virkað bara nokkuð vel sem sjálfsvörn og jafnvel betur en margar aðrar bardagalistir út af þessum ástæðum:
1. Ef maður sem stundar íslenska glímu lendir í slagsmálum niðri í bæ mun hann örugglega reyna að ná takinu sínu utan um mjaðmirnar. Þetta tak er mjög svipað því sem er gert í MMA og freestyle wrestling og greco roman wrestling, sem kallast “double underhooks” eða “bodylock”. Frá þessari stöðu er mjög erfitt að kýla þig að einhverju ráði og þú ert sekúndubrot frá því að vera kastað í gólfið. Íslenski glímumaðurinn fær hugsanlega eitt eða tvö högg áður en hann nær takinu, en eins og kom í ljós í UFC, þá er miklu erfiðara að rota fólk með einu höggi en allir halda og miklu auðveldara að ná “clinch” stöðu en allir halda.
2. Þeir sem stunda íslenska glímu eru vanir átökum og því að það sé gripið í þá, sem er eitt af því mikilvægasta sem maður getur lært í sjálfsvörn. Þeir eru í góðu formi og þekkja hnoð eins og er ekki ósvipað í slagsmálum mjög vel. Þetta er ekki fjarri þeirra “heimavelli”. Maður í góðu formi sem er vanur svona hnoði getur verið mjög erfiður andstæðingur. Þetta eru flestir harðir naglar.
Ég er ekki að segja að þetta sé neitt svakalega góð bardagalist til að stefna á MMA feril en ég held að hún sé stórlega vanmetin sem sjálfsvörn.
Muniði bara að áður en að UFC varð til, héldu mjög margir að freestyle og greco roman wrestling (þ.e.a.s. ekki “professional wrestling” sem er feik) myndu aldrei virka í bardaga á móti helstu bardagalistum veraldar, þ.e.a.s. Kung Fu, Karate, o.s.frv. Síðan var sýnt fram á að þessi sport eru með allra bestu sjálfsvörnum sem til eru!
Þar að auki er kommentið þitt um að maður þurfi EKKI að æfa og æfa og æfa til að vera góður í þessu ALRANGT. Maður þarf að æfa mikið fyrir ALLAR íþróttir og/eða bardagalistir til að vera góður í þeim. Skilurðu, þetta er ekki bara spurning um að læra “öll” brögðin í íslenskri glímu og halda svo að þú kunnir íslenska glímu. Þetta er spurning um að fullkomna tímasetninguna á brögðunum.
Kveðja,
Jón Gunnar.