Það er bara alls ekki rétt. JCVD keppti aldrei í bardagalistum. Hann er/var þegar hann var upp á sitt best liðugri en andskotinn en hann er ekki bardagalistamaður fyrir fimmaura. Það er löngu búið að fletta ofan af því að allir þeir titlar sem að hann átti að hafa unnið voru uppspuni frá rótum.
Frekar fyndið að einn mesti loddari í sögu bardagalista í Hollywood, JCVD hafi leikið einn mesta loddara í sögu bardagalista almennt, Frank Deux í myndinni Bloodsport, sem að var kynnt sem byggð á sönnum atburðum. Staðreyndin er sú að Frank Deux laug til um allt sem hann átti að hafa gert um ævina(meðal annars að hafa starfað fyrir CIA), og nánari rannsóknir nokkurra blaðamanna(getur fundið greinar um þetta á www.bullshido.com) leiddu í ljós að Dux hefur að öllum líkindum aldrei ferðast útfyrir Kaliforníum, hvað þá tekið þátt í einhverri underground slagsmálamóti í austurlöndum.
Öll bardagalistareynsla JCVD var algerlega no-contact og þar af leiðandi bara loftfimleikar. En hann má eiga það að hann var svosem ágætis íþróttamaður og eins og ég sagði liðugri en andskotinn, en það er Maggi Schewing líka ;)