Hehe þú ert ekki fyrsti maðurinn til að pæla í þessu… staðreyndin er sú að það skiptir engu máli og þeir sem að nöldra í þér yfir að vera að skrifa þetta vitlaust eru leiðindapésar sem að átta sig ekki á að jiu-jitsu/ju-jutsu með og án bandstriksins eru bara fónetískar stafsetningar á japönskum myndtáknum. Brazilíu menn skrifa jiu-jitsu þannig að almennt skrifa BJJ menn það þannig. En það er ekkert rétt eða rangt. Alveg eins og það er alveg jafnrétt að skrifa Gong Fu eða Kung Fu. Eða Sanda og Xanda. Þú ert bara að reyna að komast nálægt því hvernig asíumenn bera fram abstrakt myndtákn sem þýða eitthvað allt allt annað.
Eina sem ég myndi hafa í huga er að skrifa það eins báðum megin við bandstrikið(s.s ekki ju-jitsu). Heldur Jiu-jitsu eða ju-jutsu. En það er ekki nauðsynlegt heldur.
Reyndar er til standart rómaneruð japanska. mund i þá Ju jitsu þýða mjúkur sannleikur eða tíu sannleikur. á meðan ju jutsu mundi þíða mjúk tækni (eða tíu tækni). þegar stafurinn “Ji” er settur saman með littlu “yu” þá er það borið fram sem Ju eða Jyu (en yfirleit er y slept í rómverksu skriftinni til að rugla folk ekki því y er ekki borinn fram). en ef þú skrifar Jiu þá ertu kominn með annan framburð en þann raunverulega rétta framburð á Ju jutsu. En málið er reyndar það að evrópskir og amerískir Jujutsu stílar skrifa mjög oft ju jitsu eða jiu jitsu á meðan Japanskir stílar skrifa jujutsu. og þeir sem vilja þræta fyrir það hvort það sé borið fram jitsu eða jutsu þá vill ég benda á það að það er mjög sterkur U framburður. En ekki miskilja mig ég er ekki að gagnrýna það að það eigi að skrifa ju jutsu eða ekki, það er ágætt að hafa það þannig; japanst ju jutsu og vestrænt jiu jitsu.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..