Tyson var greinilega ‘the perfect fighting machine’, af þessum videoum að dæma. Hreinræktaður meistari.
Leitt að gamli maðurinn sem sést í videoinu, sem tók hann af götunni og þjálfaði hann, dó rétt áður en Tyson varð heimsmeistari.
Verst að Tyson hafi ekki getað hamið villidýrið í sér fyrir utan hringinn og nauðgað fegurðardrottingu og lent í steininum. Lent síðan í gjaldþroti og síðan hálfgerð tuskubrúða Don King sem reyndi að kreista eins mikinn aur út úr Tyson nafninu og hann mögulega gat.
Don King og aðrir hans líkar að redda Tyson bardögum undir það síðasta minnti mig á máltækið að ekki sé endalaust hægt að flá dauðan hest.
Í mínum augum er saga Tysons mikil sorgarsaga og í raun mannlegur harmleikur.
“True words are never spoken”