Var að horfa á fyrstu K1 keppnina sem ég hef séð í langan tíma eða nánar tiltekið K1 World Max 2005. Keppt er í 3x 3min lotum.
Fyrir utan hvað þetta er brútalt sport og ferill manna er stuttur, þá finnst mér fyrir neðan allar hellur að láta keppendurna berjast 3-4 bardaga sama kvöldið í eins konar útsláttarkeppni. Síðan var tvíframlengt í úrslitabardaganum Pramuk(Tailand) VS. Souwer (Holland).
Úrslitabardaginn var líka ósanngjarn, þar sem Souwer hafði ekki einusinni þurft að klára allar lotur á móti fyrri andstæðingi (sá fékk óvart skurð) á meðan Pramuk þurfti í bardaganum á undan úrslitabardaganum að berjast á móti sjálfum Albert Kraus (Holland) sem er fyrrverandi K1 sigurvegari frá 2002.
Þá fékk Souwer meira að segja enn meiri tíma til þess að hvíla sig en Pramuk, þar sem Pramuk þurfti að berjast við Souwer strax eftir að hafa sigrað áður nefndan Albert Kraus (Souwer gat hvílt á meðan þeim bardaga stóð).
Afhverju er farið svona með keppendur? Afhverju er þeim púlað út eins og skynlausum skepnum bardaga eftir bardaga og allt SAMA KVÖLDIÐ og jafnvel TVÍ- eða ÞRÍFRAMLENGT?!?
“True words are never spoken”