Mig langar að vekja máls á því hve oft bardagar í UFC og PrideFC eru ósanngjart raðaðir miðað við getu og styrkleikastig keppenda.
Í síðasta PrideFc (shockwave 2005) voru tveir bardagar sem stóðu út úr varðandi leik kattarins að músinni. Bardagarnir voru svo ójafnir að það var nánast sárt að horfa á atganginn.
Fedor Emelianenko VS. Zulu
Hvað á það að þýða að fleygja svona offitusjúkling og kransæðasstíflu-tímabombu framan í Fedor sem einn allrabesta MMA meistara í sögu PrideFc keppninnar?
Var virkilega ekki hægt að finna sterkari keppanda en þetta?
Hvað með að finna verðugan andstæðing eins og t.d. rússan Kharitonov. Það væri bardagi sem ég væri pottþétt til í að horfa á.
James Thompson VS. Giant Silva
Ég skil ekki hvað menn hafa gaman að því að sjá hinn gríðarsterka og hraða James Thompson hundelta risann Silva eins og handrukkari útum allan hring. Svo mikill var atgangurinn að hann nánast hélt Silva hálfum út úr hringnum á meðan hann lét höggin dynja á aumingja risanum.
Þessi barsmíð á risanum minnti helst á “freakshow” sem tíðkuðust á miðöldum nema þá að þá borgaði fólk einungis fyrir að fá að sjá furðuverurnar en ekki að sjá risavaxnar górillur lumbra úr því líftóruna.
“True words are never spoken”