Ég verð nú að viðurkenna að þegar ég er ekki í hörkusparring við einhvern, þá finnst mér nú ekki endilega mjög þægilegt að hanga og spjalla við einhvern sem er á milli lappanna á mér ;) lol. Þegar ég er t.d. að kenna guard brögð og pása eitthvað til að tala í smá tíma, þá á ég það til að renna mér afturábak og setjast upp þannig að sá sem ég er að sýna bragðið á er ekki lengur í guard hjá mér. En þegar sparring er í gangi á fullu, þá endar maður í guard, mount og í ýmsum stöðum sem maður er kannski ekki að deyja yfir því að stoppa og spjalla um veðrið í. Sama hvort þetta er strákur eða stelpa.
Bottom line-ið er samt það að ég fíla grappling vegna þess að það virkar svo ÓTRÚLEGA vel. Eftir að maður hefur mætt á sína fyrstu byrjendaæfingu og prufar að sparra aðeins, uppgötvar maður hversu svakalega hjálparlaus maður er í höndum einhvers sem er góður í grappling/bjj/júdó/wrestling, og iðullega vill fólk ólmt fá að læra hvernig þetta er gert.
Fólk nær hreint ótrúlegum árangri í BJJ og MMA hjá okkur á ótrúlega skömmum tíma, jafnvel 1-3 mánuðum. (Athugið að þeir sem hafa æft þetta í nokkur ár, slátra nú yfirleitt þessu fólki í sparring samt sem áður og það er ekkert hægt að gera í því ;) ). Þessu viljum við þakka því æfingarkerfi sem við notum. Það kemur frá Straight Blast Gym (meðal annars), þar sem notast er við allar bestu og nýjustu kennsluaðferðir sem þekkjast.