jup…
Þetta er tekið af heimasíðu Mjölnis:
Q: Fær maður einhver belti í þessu?
A: Já, það er hægt, en það gerist ekki jafn ört og í öðrum bardagalistum. Til að fá næsta belti þarftu að sýna í sparring (gamnislag) að þú sért jafningi annarra nemenda, í þínum þyngdarflokki, með slíkt belti. Beltisprófunin snýst ekki um að læra X mikið af brögðum og sýna þau fyrir framan þjálfarann, heldur þarftu virkilega að sýna fram á það að þú ráðir við ca. 99% af öllu fólki í heiminum sem ber beltið sem er fyrir neðan það sem þú vilt fá. Beltin eru hvítt, blátt, fjólublátt, brúnt og svart, í þessari röð, og maður með blátt belti ætti því að geta sigrað í sparring 99% af öllum hvítbeltingum heims í svipuðum þyngdarflokki. Maður með fjólublátt belti ræður svo að jafnaði við 99% af blábeltingunum. Þið getið því rétt ímyndað ykkur hversu góðir svartbeltingarnir eru!