Takk sömuleiðis Tryptophan (gott að geta þegið aðstoð með móðurmálið)…
Það fer svo að styttast í að þetta hefjist hjá okkur, enda mikill undirbúningur í gangi hér og allt gert til að hægt sé að veita örugga, góða og jafnframt því, alhliða kennslu á öllu því er fellur undir Ninjutsu…
Eins og stendur; þá er verið að klára ‘kynningar pakkann’ svokallaða sem ætti að kynda aðeins undir spennu og ímyndurnarafl þeirra sem hafa látið skrá sig inn. Ætlunin er að gefa ykkur eitthvað til að pæla í og prófa, svona rétt til undirbúnings, skemmtunar og fróðleiks… Svo mun ég líklegast reyna að fá fólk til að segja sitt álit á hinu og þessu, svara jafnvel – einföldum – spurningum, koma með hugmyndir/skoðanir etc…
Það virðist annars vera komið þó nokkuð af ‘verðandi’ nemendum og stutt í að ég þurfi að fara að setja fólk á biðlista þar sem allt fer víst að fyllast…