Skemmtilegt viðfangsefni og gott umtal (eins og yfirleitt hér á Huga), enda erfitt að standast freistinguna og vera ekki með einhverja ninju-speki hér…
Þar sem ég lifi, stunda og hugsa Ninjutsu; þá er mikið um vopnabasl og oft ítarlega rannsókn/æfingar á bareflum, eggvopnum (og eggjum!!!), keðjum og reipum, kastvopnum, skotvopnum etc… Ágætis skemmtun og mikið hægt að læra af þessu, t.d. get ég lofað hverjum og einum að ‘tímasetning + fjarlægðarskyn’ (ásamt mörgu öðru) mun gjörbreytast á þjálfun í Budo Taijutsu (aka Ninjutsu) og veit ég að fólk á eftir að koma sjálfu sér mikið á óvart. Það tel ég einnig vera þá helsta kostinn við vopnaburð, að fólk læri að nota þessa hluti, skilja þá og forðast eftir því… en þó aðalega að draga lærdóm af og njóta eiginleika hvers tóls fyrir sig…
Hvað varðar drápstól og notkun þeirra í vestrænu þjóðfélagi; þá er það - fyrir mér – skemmtilegt og teygjanlegt málsefni og oft á tíðum, rifrildi útaf fyrir sig, i.e. hver drap hvern, hversu oft og hvers vegna…??? Ég trúi því einfaldlega og tel fyrir víst að eftirfarandi ástæður ættu að duga til nokkurra útskýringa/afsökunnar á vopnabruðli í bardagalistum…:
1. Skemmtun: Mikilvægasti þátturinn og einfaldlega (‘vonandi’) ástæðan fyrir því að fólk sé að standa í þessu veseni yfir höfuð og leika sér með hættuleg morðvopn að staðaldri…
2. Þekking og skilningur: Það er aldrei að vita nema að óheppinn einstaklingur þurfi einhverra hluta vegna að verjast með vopni og/eða reyna að lifa af vopnaða atlögu. Ég tel það öllum fyrir góðu að kunna inná þessa hluti og geta þá haldið í líf og limi ef illa fer…
3. Gróska: Það er gott að láta form og list vaxa og ná þroska jafnframt því. Þetta á sérstaklega við Ninjutsu sem er breytileg bardagalist og þarf að þróast samfara sínum tíma ásamt hverjum einstaklingi fyrir sig. Til þessa þarf þó ekki nema að stunda Ninjutsu í heild sinni og deila þessu með fólki…
Í ljósi ofanverðs; þá hef ég nýverið hellt mér út í rannsókn og þjálfun á hinu alræmda Ninjavopni ‘Kusarigama’ (sigð með ca. 3 til 4 metra keðju og vel þungri stál kúlu í endann), enda er gaman að læra nýja hluti og bæta – á – þá vitneskju sem maður hefur safnað á sig í gegnum árin… Fyrir mörgum er það með öllu óskiljanlegt að maður skuli geta sveiflað þessu í kringum sig, stokkið hátt sem lágt og í allar áttir, beitt þessu hingað og þangað, krægt í fólk, hlekkjað og pakkað eða þá einfaldlega steinrotað og hakkað/skorið etc… Fyrir mér er þetta einungis spurning um líkamsfimi (leikfimi???) og náttúrulega hegðan/viðbrögð (Taijutsu)…
…Og talandi um Ninja vopn, þá er ekki hægt að forðast að minnast á sjálft skjaldarmerki ninjunnar: Shuriken eða Shurikenjutsu (kaststjörnur og kaststjörnufimi)!!! Margur gæti nú sagt að hér sé spurninging einfaldlega sú að læra að kasta þessu drasli og láta það stingast í tré eða skotmark einhverskonar… En lærlingur mun þá verða nokkuð hlessa þegar talað er um ‘Fudoshin’ (hið óbifanlega hjarta???) og hvernig Shurikenjutsu getur hjálpað viðkomandi að læra staðfestu, hugrekki og góð – náttúruleg – viðbrögð…
…Og hvað er þá ‘kastvopn???’
Einfalt svar: Allt sem maður getur lift og varpað eða komið frá sér á góðan máta!!! Það mætti jafnvel segja að hin besta notkun á shuriken sé að kasta andstæðingi í félaga sinn (og helst láta hann stingast vel…) Það er svo ekki verra að skrifa og taka fram; að ég var græddur öðru Dan á sínum tíma fyrir frekar ‘spontaneous’ notkun á shuriken þá er ég kastaði ´safe´ (gúmmí) stjörnu í félaga minn á æfingu eftir að hafa forðast ýmiss sverðshögg og stungur… Og þar sem ég stend í sjálfslofi, þá vildi ég minnast þess að minn eftirlætis sigur á áskoranda í skylmingum vannst á því að hafa kastað falinni ‘safe’ stjörnu í augað á andstæðing á u.þ.b. 4 til 5 metra færi þá er hann hélt í sverðið sitt og bjóst við stereótípískri atlögu…
…En um sverðin vil ég sem minnst skrifa að þessu sinni þar sem svoleiðis spjall yrði þá líklegast góð grein útaf fyrir sig og læt það duga að - og þá vitna ég í marga góða meistara – minnast þess hversu mikilvægt er að hafa verið skorinn í bardaga!!!
En að lokum og sem skilaboð til allra vopnfærra manna: Þá vildi ég einblína á öryggi (rósemi) og notkun á ´safe´ vopnum frekar en alvöru stáli (allavega í fyrstu). Betra er að huga að trévopnum (bokken), bitlausum sverðum og öðru slíku þar sem skurðæfingar og sýndarmennska er – að mínu mati – ekki eins mikilvægt atriði og að geta notað/forðast vopn eðlilega við erfiðar aðstæður, td. bardaga… Svo eru ´safe´vopn yfir höfuð ‘lögleg’ og einföld í sniðum, en eign og notkun á ‘ekta’ vopnum er oft illa liðið og refsingarvert samkvæmt því. Auðvitað er gaman að eiga vopn og geta leikið sér aðeins og látið áhugann dafna og vaxa, en ég vona einungis að fólk hafi vit og visku til að fara varlega.
Ég læt þetta duga að sinni…
Banpen Fugyo,
Diðrik Jón Kristófersson