Í UFC verð ég að segja Matt Hughes. Hann er frábær wrestler en hann er líka að þróa gamið sitt.
Mér finnst líka gaman að sjá Randy Couture berjast því það er svo mikill klassi yfir þeim manni. Það var líka svolítið fyndið að sjá hann rasskella Tito:)
Ritch Franklin er líka skemmtilegur karakter.
Það er annars í Pride sem uppáhalds bardagakempurnar mínar eru að keppa.
Þar eru uppáhalds kempurnar Fedor Emilienko, Nougiera stærri og minni því þeir eru báðir alveg frábærir.
Mauricio Shogun er líka alveg rosalega skemmtilegur, ótrúlegur drifkraftur í honum og hann er jafngamall mér:) Mér finnst eins og ég sá algjör aumingi þegar ég sé hann berjast. Bardaginn milli hans og Nougiera minni á þessu ári er einn af bestu bardögum sem ég hef séð sem og reyndar margir aðrir bardagar á þessu ári í minni þyngdarflokkum.
Ég hef líka mikil dálæti á Takanori Gomi. Hann hefur alveg ótrúlegar hendur og virðist hafa allt í gamið sitt. Það verður gaman að sjá hvor vinnur, hann eða Sakurai á gamlárskvöldi því þeir voru víst liðsfélagar einu sinni.
Svo er annar sem ég hef líka gaman af en það er Genki Sudo. Innkomur hans er frábærar og jafnvel þó hann sé alveg ótrúlega fyndinn karakter og mikill grínisti þá virðist hann líka bera alveg ómælda virðinga fyrir öðrum. Jitsið hans er mjög skemmtilegt, mjög explósívt og sóknardjarft, svona svipað og Carlos Newton.
Svo verð ég líka að nefna Yves Edwards en ég held ég hafi aldrei séð leiðinlegan bardaga með honum. Hann hefur alveg rosalega góðar hendur og mjög gott groundgame.
Annars þá verð ég að hætta hérna því ég get örugglega sagt eitthvað jákvætt um marga aðra bardagakappa en læt þetta nægja að bili.
Maður hefur enn séð alltof lítið af bæði Pride og UFC en samt nóg fyrir mann að gera sér út skoðun á keppnunum. Auðvitað var maður eitthvað það heppinn að sjá Pride FC 25: Body Blow, þar sem Fedor Emilienko berst við Noguiera um titilinn. Sakuraba berst líka við einhvern plebba sem hann tapaði á móti, virkilega flottir bardagar þarna.
Annars það sem ég hef séð að UFC, hef aðeins séð eina keppni (UFC 56) plús nokkra bardaga, og mér fannst einhvernvegin eins og fighterarnir í UFC væru margir hverjir mikið léglegri heldur en maður sér í Pride.
Auðvitað hef ég ekki séð mikið en þetta er samt nokkurvegin álit mitt á þessu.
Plebbinn sem Sakuraba tapaði fyrir var Nino “Elvis” Schembri, einn allra besti sport BJJ grappler sinnar kynslóðar….en það var rétt, hann var heppinn gegn Sakuraba.
Sakuraba vanmat hann svo gríðarlega. Hann var bara eitthvað að leika sér að honum, eða.. hann var bara ekki að setja sig allan í þetta. Svo klúðrar hann þessu algjörlega þegar Nino nær að gefa honum hné, beint í nefið.
Taktu eftir því að Saku vankaðist þegar höfðin þeirra skullu saman rétt fyrir hnéð. Það varð heilmikið mál úr því, sumir vildu meina að skallinn hafi verið viljandi hjá Schembri. Allavega þá varð rematch úr þessu…..tékkaðu á þeim bardaga, ég segi ekki meir!
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..