Síðan hvenær var B.J. Penn slagsmálahrotti eða götuslagsmálahrotti.
En varðandi Steven Seagal þá þyrftirðu aðeins að kanna betur söguna bak við hann. Ég skal fræða þig aðeins núna bara til þess að koma þér af stað.
Steven Seagal er frægur meðal áhættuleikara um að vera mjög hrottalegur í kvikmyndatökum og það er fyrir utan alla dívustælanna sem hann er líka frægur fyrir. Eitt af því sem hann Steven Seagal er margtalaður fyrir er að taka sig til og sparka í klofið á áhættuleikurum þegar þeir eru ekki tilbúnnir til þess að sjá hvort að þeir séu með punghlíf eða ekki. Þetta er ekki það eina, hann á það víst líka til að setja fólk í únliðslása þegar það á sér einskis ills von eins og þegar fólk réttir fram höndina til þess að taka í höndina á honum. Ekki jafn leikur?
Frægasta dæmið um slíkan únliðslás er þegar að Dan Inosante og einn af helstu nemendum hans voru staddir í verslunarmiðstöð og sáu Steven Seagal fyrir framan bíó þar sem hann var að árita vegna þess að það var verið að sýna eina af nýju myndunum hans. Þeir þekktust ekki persónulega en vissu af hvort öðrum þar sem þeir eru báðir mjög frægar í bardagalista heiminum þar sem Dan Inosante var helsti nemandi Bruce Lee og hefur haldið upp heiðri Bruce Lee ötullega eftir dauða hans. Dan Inosante gengur þá upp að Steven Seagal og réttir fram höndina sína en Steven Seagal setur hann umsvifalaust í únliðslás. Dan getur að sjálfssögðu lítið gert því ef hann streitist á móti þá getur hann meitt sig. Steven Seagal heldur lásnum á meðan fjölmiðlar taka myndir af Steven þar sem hann er með Inosante í lás. Steven sleppir svo loks lásnum þegar fjölmiðlarnir sem voru staddir voru búnnir að taka myndir og fólkið búið að sjá hversu mikil kempa hann Steven er þar sem hann gat tekið Dan Inosante í únliðslás. Rosa kempa.
Þessu var þó ekki lokið því þvínæst rétti félagi hans Inosante fram höndina sína en þegar Steven Seagal ætlaði að fara að taka í hann þá tók nemandi hans Inosante hann upp og skellti honum í gólfið, því næst öskraði hann á Seagal að ef hann stæði aftur upp þá myndi hann drepa hann. Þar næst komu öryggisverðir aðvífandi og vísuðu Dan Inosante og nemanda hans umsvifalaust út.
Þessi saga að ofan hefur verið staðfest af Inosante og nemanda hans en kannski er það ekki nóg fyrir þig. Ég veit það ekki og þess vegna ætla ég að segja þér aðra sögu sem annar einstaklingur sagði frá sem ég ber mikla virðinga fyrir en það er Stephen Quodros en ef þú leitar á netsíðu hans:
http://www.stephenquadros.com/Þá ættirðu að geta fundið hans eigin sögn á því sem gerðist.
Stephen hefur unnið sem lýsandi fyrir Pride fighting championships og er frægur bardagalista maður sjálfur. Hann hefur unnið mikið við bíómyndir þar sem hann setur saman bardagasenur og æfir síðan áhættuleikaranna og ef það þarf leikaranna sjálfa fyrir atriðin. Það sem hann sagði frá sjálfur gerðist við tökur á myndinni Exit Wounds.
Stephen var búinn að heyra allar sögunnar um Seagal. Að Seagal ætti það til að sparka í klofið á áhættuleikurum til þess að sjá hvort þeir væru með hlífar og að hann ætti það til að setja fólk í únliðslása þegar það var ekki tilbúið. Stephen fékk starf við myndina Exit Wounds til að hanna bardagalistasenur fyrir myndina og einn daginn var hann staddur í hljóðveri með áhættuleikurunum að fara í gegnum hreyfingarnar með þeim þegar Seagal gengur inn í hljóðverið með einhverju fylgdarliði. Seagal heldur sig hinsvegar hinum með í hljóðverinu og er að æfa einhver Aikido köst. Quodros heldur áfram að æfa áhættuleikaranna þangað til æfingunni er lokið. Því næst ákveður hann að ganga upp að Seagal og kynna sig því hann þarf jú að vinna með honum við gerð myndarinnar. Þeir heilsast og kynna sig báðir þó að Seagal þarf örugglega ekki að gera það. Þar sem Stephen hafði heyrt allar sögunnar þar með af vinum sínum sem voru sjálfir áhættuleikarar í Hollywood ákvað hann að standa með annan fótinn fram og svolítið til hliðar bara til þess að vera öruggur. Hann var nefnilega ekki með punghlíf á sér.
Það sem gerðist næst gat hann hinsvegar varla trúað. Á meðan þeir voru að tala saman og kynnast byrjaði Seagal að færa sig til hliðar hægt og bítandi svo hann stæði beint fyrir framan Quodros og þar með í beinni sparklínu við klofið á Quodros. Quodros hreyfði sig hinsvegar með og svona gekk leikurinn áfram á meðan þeir töluðu saman. Quodros ætlaði varla að trúa þessu og eftir svona sirka eina og hálfa mínútu ákvað hann að slíta þessu og kvaddi Seagal.
Eftir þetta voru engin fleiri samskipti á milli þeirra. Quodros sá náttúrulega til Seagal en þurfti ekkert að tala við hann fyrir myndina og því voru samskiptin engin. Hann segir hinsvegar frá því að Seagal hafi verið þónokkur díva. Eftir hverju einustu töku á einu atriði, það er að segja frá því að leikstjórinn segir action og síðan cut þá stökk Seagal alltaf aftur upp í bíl og lét ferja sig að trailernum sínum sem var víst í þessu tilviki nokkuð langt frá tökustaðnum. Á meðan hann var að fara í trailerinn sinn var verið að gera sviðið aftur tilbúið fyrir aðra töku. Þegar sviðið var svo tilbúið aftur þurfti alltaf að hringja aftur í Seagal og biðja hann um að koma. Hver einasta ferð aðra leiðina tók um fimmtán mínútur og þar með einnig fimmtán mínútur til baka. Þetta var orðið svo ótrúlegt og töfin svo mikil að það varð að bæta við öðrum tökudegi við og þið getið rétt ímyndað ykkur kostnaðinn við það. Þessu lauk ekki fyrr en producerinn hringdi í Seagal og öskraði á hann, enda mjög reiður:)
Annars þá er þessu ekki enn lokið. Einn daginn þá gengur Seagal að Quodros og tekur í höndina hans til að setja hann í únliðslás eða allaveganna uppsetningu fyrir únliðslás en þar sem Quodros hafði sjálfur fengið þjálfun í Aikido sneri hann gripinu við, þá sneri Seagal gripinu við og gekk þetta svona koll að koll í sirka eina mínútur án þess að annar segði nokkuð. Eftir um mínútur hætti Seagal og sagði við Quodros: “You´re good.”
Jæja þar með er mér lokið. Þú getur ákveðið það hvort þú trúir þessu eða ekki en þetta eru ekki einu sögurnar. Ég var ekki viss hvort ég ætti að trúa þessu upp á Seagal. Það var ekki fyrr en ég las það sem Quodros skrifaði á netsíðu sína um þetta og inn á mma.tv að ég fór að trúa þessu þar sem ég ber mikla virðingu fyrir Quodros.
Annars þú gætir líka gert sjálfum þér greiða og leitað uppi söguna um Gene Lebell og Steven Seagal. Það er fyndin lesning þar sem einn frægasti Judo kappi Bandaríkjanna gerir mjög lítið úr Seagal, svæfir hann svo hann pissi á sig.
Það er fyndin saga og vert að benda á að Seagal hótaði að kæra hann ef hann segði frá þessu.
Þú getur ekki byggt um mikinn bardagalistaferil ef þú getur ekki látið fólk trúa því að þú getir virkilega gert það sem þú gerir í bíómyndunum í alvörunni.
Annars varðandi Chuck Norris þá hef ég ekkert um hann að segja. Hann er lélegur leikari en bardagalista hæfileikar hans virðast vera trúanlegir og hefur að því er ég best veit enginn neitt vont um hann að segja. Þess má líka geta að hann hefur verið að æfa Brasilískt jiu Jitsu í mörg ár og er almennt talið að hann hafi annaðhvort brúnt belti eða svart belt í BJJ.
Rock on.
greatness.