Blessaður aftur Pokemon,
Mér þykir það vel við hæfi að leika sér með hlutina og láta þetta þróast á góðan og gefandi hátt… Það er margt – ef ekki allt – hægt að vefja inná Ninjutsu og finnst mér bara gott að hafa þetta fjölbreytilegt og skemmtilegt í alla staði. Um að gera að prófa allt, gott sem slæmt og hafa sem flest með, þ.e.a.s. svo lengi sem fólk er ekki hreinlega að tapa áttum algjörlega, enda hef ég ekki miklar áhyggjur af því…
Ég vil einungis taka það fram – enn og aftur – að fyrir mér er þetta ekki bara spurning um dæmigerða þjálfun (i.e. ‘’monkey say, monkey do’’), heldur þá frekar um góð og eðlileg framför, eftir hverjum og einum fyrir sig. Td. finnst mér ekkert eðlilegra en að sjá mun á þeim sem hafa reynslu úr wu-shu og þeim sem koma úr jiu-jitsu, einfaldlega vegna þess að fólk fær að vera eins og það er, hver með sína stæla og aðferðir. Vitanlega eru til góðar og slæmar venjur, enda eru nemendur tiltölulega fljótir að sjá hvað er betra en annað og hvernig má bæta sig…
…En allavega, þá ætti kennsla að hefjast innan skamms, vonandi í febrúar samkvæmt öllu (hvar og hvernig veit ég ekki enn) og finnst mér það þó vel við hæfi að stríða tilvonandi félögum aðeins og minnast á að ég verð með smá ´seminar´ (nú klikkar íslenskan aftur) hér í Hollandi í janúar mánuði næstkomandi… svona rétt áður en ég kem til Íslands. Ekki í frásögur færandi nema hvað ég mun höndla ákveðið vopn sem ég er spenntur að kenna á og nota við fyrsta tækifæri, þ.e.a.s. Kusarigama (keðju og sigð)!!!
Nokkuð öðruvísi en Filipeyskar skylmingar að ég held…
Kveðja,
Diðrik