Neinei Leonhart….þú misskilur mig. Ég er einfaldlega að svara þeim sem segja að það geti bara ekki verið að Rickson og Royce hafi æft saman í fjöldamörg ár án þess að Royce geti tappað bróðir sinn. Bara að benda á að í BJJ er gerður greinarmunur á æfingar-sparri og “keppnis”-sparri, þ.e þegar timerinn er í gangi og allir aðrir drulla sér af mottunni og fylgjast með. Og Royce er örugglega að tala um seinni tegundina.
Það væri algerlega fáránlegt að hann hafi aldrei náð Rickson í lás ever þegar þeir eru bara að renna í gegnum tæknilegar æfingar, sérstaklega þar sem það er mjög erfitt að æfa escapes úr lásum án þess að setja sig í slæma stöðu.
En þegar þeir byrja standandi og eru að gera sitt besta til að sigra, þ.e “keppni utan keppni”. Þá trúi ég því alveg að Rickson hafi aldrei tapað fyiri Royce. Hann er eldri, búinn að æfa lengur, er tæknilega betri, stærri, sterkari o.s.frv.
Rickson gekk líka í gegnum sína þjálfun með kynslóðinni fyrir ofan, gaurum eins og Helio, Rorion, og bróður sínum Rolls sem að dó 1974 en var víst ein sá allra, allra besti. Það var hann sem að þróaði Triangle choke eins og það er gert í dag. Tappaði örugglega milljón sinnum gegn þeim.