Varðandi meiðsli.
Ég veit ekki hvert ég á að setja þetta en ákvað bara að láta vaða. Svo er mál með vexti er að ég fór á Muay Thai æfingu fyrir nokkrum vikum síðan en ég vafði ekki hendina á mér, þannig að ég var bara í boxhönskum. En svo hitti ég púðann frekar fast og illa og er að kálast í úlnliðnum og get t.d. ekki lyft þungu. Vona að einhver geti komið með ráð, þó ég viti vel að hvíld sé best en bara spurning hvort maður geti gert eitthvað fleira.