BUJINKAN BUDO TAIJUTSU SKRÁNINGARLISTI
Mér barst mjög góð hugmynd fyrir stuttu (þakka þér Joi1X), enda hef pælt svolítið í henni og komist að því að þetta er alls ekki svo vitlaust. Allavega, og fyrir sakir þessa mikla ævintýrs, mun ég hvetja tilvonandi nemendur og aðra þá er sýna þessu áhuga að lesa neðangreind skilboð…:
Hugmyndin er sú; að setja upp ´´Ninjutsu Skráningarlista´´ nú þegar og vonast til að fá sem flesta til að skrá sig inn. Það kostar ekki neitt og hefur ekkert illt í för með sér fyrir utan það að:
1. Skrásettir fá forgang á æfingar og innritun þegar dæmið fer í gang.
2. Skrásettir fá að fylgjast nánar með og vita nákvæmlega hvenær stormurinn skellur á…
3. Skrásettir verða látnir vita ef/þegar ég kem til landsins í rannsóknarferð (Shinobi Iri). Er þá mögulegt að hittast, æfa og tala saman etc…
4. Skrásettir fá upplýsingar og annað slíkt sem þeir geta nýtt sér til undirbúnings fyrir þjálfun…
5. Skrásettir verða ekki hengdir á þessu eða krafðir til eins eða neins sem þætti undarlegt eða fyrirferðamikið. Ég vona hinsvegar – og treysti á - að það verði þó vottur af alvöru bakvið hverja umsókn þar sem mikið liggur við…
Það sem fólk þyrfti að gera til skráningar er nokkuð einfalt og alls ekki flókið mál, þ.e.a.s. senda mér skilaboð hér á Huga og/eða e-mail (nekron@nekron-art.com) sem inniheldur þá eftirfarandi atriði:
1. Nafn og heimilisfang.
2. Símanúmer og netfang (e-mail???).
3. Aldur.
Ég þarf engar frekari persónuupplýsingar, svo sem kennitölu og/eða bankareikning þar sem þetta er ekki vef-svindl… Hinsvegar – og samkvæmt áformum – kem ég til með að beina ákveðnum spurningum að skrásettum og valda smá ónæði svona í byrjun, en það ætti að vera frekar stutt í sér og einfalt í alla staði. Ég vil einnig taka það fram að þó ég komi til með að taka skrásetningu alvarlega, þá mun ég ekki vera til vandræða ef fólki snýst hugur, eitthvað kemur uppá etc… Þetta er einungis gert svo að ég öðlist betri hugmynd hvað varðar þetta fyrirtæki svo að rétt sé farið að hlutunum (þá gerist þetta líka fyrr heldur en seinna)…
Með fyrirfram þökk,
Diðrik Jón Kristófersson