Ok, ég skal hætta að grínast. Ég hef einu sinni talað við Tristan. Ég hitti hann á Muay Thai keppinni í Valsheimilinu, þar sem Árni og co. kepptu í. Einhver benti mér á Tristan og ég hafði heyrt að hann hafði æft hjá Rickson. Hann stóð þarna einn og var að horfa á bardagana. Ég gekk upp að honum, kynnti mig og spurði hann út í BJJ og Rickson.
Hann sagði mér að hann hafi verið að æfa hjá Rickson og mig minnir að hann hafi sagt að hann hafi fengið blátt belti frá honum. Blábeltisstandardinn er þó mismunandi hjá BJJ kennurum (þó að fjólublábeltisstandardinn sé alltaf mjög hár), þannig að ég veit ekki hversu góður hann er. Hann hlýtur þó að kunna eitthvað að glíma, strákurinn. En hann var bara vinalegur og venjulegur strákur, sem ég efast um að hafi eitthvað verið að slást niðri bæ af neinu viti. Þessar sögur hafa sennilega farið af stað um hann vegna þess að hann var með fyrstu Íslendingunum til að fá belti í BJJ og þar að leiðandi “hlaut hann” að vera einhver killer :)
Ég spurði hann líka hvort hann hafi einhverntíma glímt við Rickson. Hann sagði að maður “glímdi” ekki við Rickson :) Hann vildi ekki kalla það “glímur”, heldur bara “tap frá byrjun” :) Það var ekki séns að geta gert neitt að viti gegn þessum manni, sem sagt, ekki einu sinni eitthvað sem kallaðist “nice try”, lol.