Gott að sjá að einhver er með þessa hluti á hreinu ásamt ágætis vitneskju um greinilegan mun á t.d. katana og tachi…
Vildi ég bæta því við að það er einnig stór munur á tachi og katana hvernig vopnið er dregið og notað… Í svokölluðu Mutodori kata (Budo Taijutsu), er það oft spurning um líf og dauða hvernig farið er að hvoru tveggja. Þá sérstaklega ef andstæðingur notast við o´tachi risasverð…
Talandi um sjálfsvörn og raunsæja notkun á öllum þessum vopnaburði, vildi ég minnast á að hér í Niðurlöndum og Þýskalandi er nokkuð um það í fréttapistlum að ógeðfelld ofurmenni séu farin að taka uppá því að búta fólk niður með sverðum sér til dægradvalar. Ekki verra að þekkja aðeins á þetta…