Kannski ekki við Mjölnismenn hér á Íslandi, en athugaðu að við erum að kenna samkvæmt kerfi sem er verið að kenna á öðrum stöðum, í útlöndum, og ótal menn frá þessum gym-um hafa verið byggðir upp sem meistarar, alveg jafn margir, ef ekki fleiri en þeir sem koma frá Tigermask.
Bottom line-ið er að kerfi Tigermask hefur ekki sýnt sig vera besta þjálfunarkerfi í heiminum. Svona herbúðir, sérstaklega svona leiðinlegar :), eru ekki optimal til að verða bestur í heimi.
Hins vegar er ég ekki viss um að þeir sem bjuggu til myndbandið hafi vitað hver þetta var. Pointið með því að sýna þetta var frekar að sýna að svona þjálfunaraðferðir hafa tíðkast í sumum austurlenskum bardagalistum og málið er að það að slá nemendur að tilefnislausu er einfaldlega ekki nauðsynlegt.
Að lokum var þetta atriði bara einfaldlega fyndið, he, he :) Og þess vegna fékk það sennilega að fljóta með.
Bestu kveðjur,
Jón Gunnar,
Einkaþjálfari í koddaslag kvenna.