Öll þessi steraumræða í sambandi við MMA er að mínu mati á villigötum. Staðreyndin er sú að Professional MMA er sýningaríþrótt, ekki fjöldaíþrótt sem að almenningur æfir og tekur þátt í sem amatörar og keppa fyrir ánægjuna eða til að vera landi og þjóð til sóma.
Mín skoðun er þessi….ef að þú telur þig græða á því að nota stera - go for it. Mun aldrei koma í stað fyrir hjarta, tækni, kjark og sigurvilja. Tökum smá samanburð - þrír menn sem að komu út úr bandaríska háskólakerfinu á svipuðum tíma: Mark Coleman, Randy Couture og Mark Kerr (Couture skráði sig í herinn áður en hann fór í háskóla þannig að þeir voru á sama tíma í wrestling þó að Couture sé nokkrum árum eldri).
Randy Couture er einn af fáum MMA mönnum sem að ég þori að standa upp og segja blákalt að er ekki að eitra. Punktur. Hann er núna 43 ára, margfaldur meistari og ennþá top contender.
Coleman og Kerr byrjuðu að eitra á massívum skala um leið og þeir útskrifuðust. Það er hreint út sagt óhugnarlegt að skoða myndir af þeim sem voru teknar með 93 og svo 96-97. Þeir eru allt aðrir menn. Hvar eru þeir í dag? Kerr er sjúklingur, með sykursýki og ýmsa aðra complexa, plagaður af tonni af meiðslum og ógeði því að hann var alltof massaður fyrir stoðgrindina sína(bein og sinar) og um leið og hann hætti á sterunum þá koðnaði hann saman andlega því að hann gekk á roid rage í hringnum. Coleman er ekki alveg eins illa settur en hann er samt orðinn gamall fyrir aldur fram, hægur, slappur, og allur vindur úr honum. Hann hefur staðið sig ömurlega í Pride undanfarið og það er eins og honum sé alveg sama - hann mætir bara og lætur lemja sig fyrir pening og lifir á fornri frægð.
Það er satt að menn geta auðvitað notað stera og önnur lyf á ábyrgan hátt, t.d til að jafna sig hraðar á meiðslum eða ná af sér líkamsfitu sem er treg til að fara náttúrulega af sumum,meira að segja Chuck Liddell hefur viðurkennt að hafa notað stera þegar hann var í fríi frá kennum því hann var með permanent varadekk sem bara fór ekki með góðu. Mér finnst ekkert að því. Það er ömurlegt að vera meiddur og það skaðar engan ef að menn nota eitthvað aðeins til að koma sér aftur í keppnisform á nokkrum mánuðum í stað nokkurra ára.
En það sem ég hef séð og lesið um notkun stera og HGH er að þeir sem fara offari í notkun þessara efna með það eitt fyrir augum að vera sterkari en andstæðingarnir eiga ekkert sérstaklega góð ár eftir fertugt og ferlar þeirra, þótt þeir rísi oft hátt á meðan á þeim stendur eru styttri en þeir gætu verið ef að þeir væru clean.
Svona í lokin á þessum alltof langa pósti þá er kannski gott innlegg í umræðuna það sem Randy Couture sagði þegar hann var spurður um stera í MMA. Hann sagði að hann liti að vissu leyti á það sem advantage fyrir sig ef að hann vissi að andstæðingurinn væri að eitra mikið. Af hverju? Því að þá vissi hann að andlega væri hann veikbyggður og gæfist upp þegar á móti blési.
Þeir sem vilja vera “helmassaðir” ala Phil Baroni eða Coleman eru andlegir dvergar sem verða að líta út eins og herkúlesar því að í hjarta sínu eru hræddir og feimnir….og það eru ekki eiginleikar sem gera þig að meistara.