Já þetta er sniðugt, gaurinn í gula með mjög góð take downs og body slams.
Þetta er samt ekki atvinnumanna útgáfan af Sanda. Horfði á þátt einu sinni um bardagaíþróttir þar sem meðal annars Sanda var tekið fyrir, þar var gaurinn að keppa í Las Vegas fyrir fullu húsi. Þar voru þeir í svipuðum fötum og Muay Thai og allt fullcontact í lappir, líkama og haus. Þeir notuðu mikið af fellingum og body slams. Held samt þeir noti mjög lítið af því að skjóta sér í single leg takedowns eða þannig. Aðalega takedowns úr clinch.
Þetta video of Sanda lítur mjög mikið út eins og gömul kóresk bardagalist sem heitir Taekyun. Hún var æfð mikið fyrir 200-300 árum. Á þeim tíma fengu bara hermenn að læra að berjast þannig að venjulegt fólk t.d. bændur þróuðu Taekyun. Seinn varð þetta mjög vinsælt sem keppnisíþrótt og var mikið um að þorp kepptu á milli sín og svo líka ef tveir menn voru ósáttir þá gátu þeir slegist í Taekyun. Þetta var orðið svo vinsælt að fólk var farið að veðja óhóflega á bardagana og missti sig alveg í þessu þannig að kóreska ríkið bannaði iðkun almennings á Teakyun.
Taekyun er einskonar sparrin glíma með spörkum (veit ekki með kýlingar) á flesta staði líkamans. Markmiðið var síðan að ná andstæðingnum á bakið eða rota hann. Á síðustu árum hefur Teakyun iðkun aftur aukist og til er í dag Teakyun samtök Kóreu.