Höggþungi eykst í beinu hlutfalli við snerpu. Einu mennirnir sem hafa einhvern höggþunga án snerpu eru þeir sem eru mjög stórir og þungir og ná alltaf að skila einhhverju höggi þrátt fyrir að vera seinir á sér. Samt hefur maður oft séð stóra gaura sem gætu ekki sparkað sig út úr blautum bréfpoka af því þeir eru ekki í góðu formi og eru ekki nógu sterkir miðað við þyngd.
Þyngd höggsins ræðst af þunga mannsins og skriðþunga fótarins. Því meiri hreyfiorka sem myndast því meira högg…því líkami andstæðingsins þarf að taka í sig þessa hreyfiorku og eyða henni með tilheyrandi sársauka og skemmdum. Góð tækni eykur síða hraða og skriðþunga höggsins auk þess að auka hittnina. Það er því erfitt að tala um snerpu og höggþunga sem tvo mismunandi hluti. Hugsið ykkur bara sendiferðabíl sem keyrir á ykkur á 10 km hraða og svo strætó sem keyrir á ykkur á 10 km hraða. Flestir ættu að sjá að strætóinn mun gefa ykkur þyngra högg. Hugsið ykkur síðan sendiferðabíl á 40 km hraða…þá er maður aftur farinn að óska þess að maður stæði frekar fyrir framan strætó á 10 km hraða :).