Ástæðan fyrir því að þú sérð ekki einstaklinga komast til metorða í MMA sem hafa Karate, Taekwondo, Kung Fu og fleira sem sinn meginstíl er einfaldlega vegna þess að það er eitthvað við þessa bardagastíla sem gerir þá ónothæfa í lifandi aðstæðum á móti andstæðingi sem hefur æft einhverja blöndu af eftirfarandi.
Box
Muay Thai
Kickbox
Sambó
Brasilískt Jiu Jitsu
Judo
Greco Roman Wrestling
Freestyle Wrestling
Catch wrestling
Þeir einstaklingar sem hafa haft sinn fyrsta bakrunn í Karate, Taekwondo, Kung Fu og fleirum hefðbundnum bardagaíþróttum og hafa staðið sig vel hafa í öllum þeim tilvikum sem ég þekki þurft að tileinka sér annan stíl til þess. Andy Hugg flaug t.d. til Taílands til að æfa Muay Thai. Hann hélt eftir sumum séreinkennum Karate en í grunninum notaði hann ekki Karate stöður eða blokk í K1 hringnum.
En þrátt fyrir það sem ég hef sagt að ofan þá þýðir það ekki að maður lærir ekki líka margt gagnlegt í hinum hefðbundnu bardagaíþróttum. Þeir sem hafa verið heppnir eða sniðugir hafa oft haldið eftir því sem er gagnlegt í þeim og notað það síðar meir með góðum árangri.
Bas Rutten er ein af goðsögnunum í MMA heiminum. Fyrsta bardagaíþróttin sem hann æfði var Taekwondo og aðspurður þá segist hann oft vera mjög ánægður með það því það kenndi honum að sparka hátt og fast. Seinna færði hann sig yfir í Muay Thai og byrjaði svo að keppa í Pancrase keppnum í Japan. Þar áttaði hann sig á því að hann þyrfti að æfa gólfglímu en lengi vel átti hann samt erfitt með það því lítið var um góða grapplera eða glímukalla í Hollandi á þeim tíma.
Það sem ég er að reyna að segja er að æfa einungis hinar svokölluðu hefðbundnu bardagaíþróttir gerir þig bara einfaldlega ekki tilbúinn undir þá þolraun að berjast gegn einhverjum sem æfir einhverja blöndu af því sem ég nefndi að ofan. Þú getur samt dregið úr þeim atriði og blandað því svo við þá stíla sem hægt er að æfa lifandi og hafa margir gert það.
Rock on.
Greatness.