lol. Ég var að horfa á glímuna í annað sinn áðan á fazmo.is. Það er einfaldlega ekki rétt að Arnar hafi verið lengi að. Jú, eitthvað var hann að taka því rólega frá guard stöðunni til að þreyta Halla aðeins, en takið eftir því að eftir að hann felldi Halla frá guard og komst í mount, þá tók það hann ekki nema nokkrar sekúndur að setja upp triangle choke-ið. Það var reyndar fyrsta bragðið sem hann reyndi!
Á hinn bóginn var Snævar, sem hefur glímt miklu lengur en Arnar, ofan á Halla í mount í ansi langan tíma, nokkrum sinnum og tókst aldrei að klára hann. En hann hefði reyndar verið búinn að vinna glímuna fyrir löngu ef þetta hefði verið júdó glíma, því hann skoraði ippon með bæði köstum og fastatökum. Júdó er aðeins öðruvísi sport. Mjög flott uchimata, btw. ;)
Halli stóð sig líka vel, miðað við hvað hann hefur æft lítið.
Bottom line-ið er það að um leið og að andstæðingurinn kann eitthvað í grappling OG er miklu stærri en þú, þá er erfitt fyrir BLÁBELTING að vinna hann á nokkrum sekúndum. Annað mál gildir hinsvegar um t.d. fjólublábeltinga, brúnbeltinga og svartbeltinga. Það eru allt önnur “dýr”. Við sáum t.d. brúnbelting koma í heimsókn um daginn sem var 70 kg, frekar aumur, og vinna ALLA okkur sem voru á staðnum, tiltölulega fljótt, mig, Arnar, Bjarna, Danna, Árna úr járni, o.fl. En svona er grappling.
Ef andstæðingurinn er talsvert stærri og sterkari en þú og kann ca. ekki neitt að slást á gólfinu, gerir hann iðulega svo mikið af mistökum að maður setur hann fljótt í lás. En um leið og hann lærir grunninn í grappling, verður maður að hafa talsvert meira fyrir hlutunum og þá þarf maður oft að vera “tveimur beltum fyrir ofan” til að vinna hann nokkuð örugglega (eins og t.d. fjólublátt belti á móti hvítu belti eða brúnt belti á móti bláu belti). Annars á þetta til að verða svona “survival” grappling þar sem glíman endar í jafntefli eða annar klárast á þolinu.
Ég get lofað ykkur að Arnar, Halli og Snævar eru allir strákar sem fáir hérlendis geta unnið í glímu (eða slag, ef út í það er farið). Ath. að ég sagði “fáir” en ekki “enginn”. Hingað til eru bestu glímumenn Íslands örugglega menn eins og Bjarni Friðriks og Axel í Júdóinu, en við í SBG Iceland erum að byggja hratt upp framtíðar gólfglímumenn. Markmiðið hjá okkur er að vera erfiðir núna en ósigrandi eftir fáein ár! He, he.