Var bara að surfa á netinu og fyrir tilviljun rakst ég á fazmo síðuna. Og sá grappling. Kíkti á það. Þessi Halli er greinilega hraustur strákur en kann ekki mikið að grappla. Andinn samt í lagi hjá honum og fær hann respect fyrir það. Snævar glímdi eins og týpískur júdómaður, bara nokkuð flott hjá honum(gerði samt fullt af mistökum=glímdi eins og júdókall). En svo kom að þessum Arnari SBG manni, ég var reyndar nokkuð spentur að sjá einn aðal grapplerinn hjá SBG Iceland glíma á móti Halla. Hélt að hann mundi nú klára kraftahnakkann nokkuð snöggt og örugglega. Eins gott að þetta var klippt útgáfa af glímuni. Því eftir hana hugsaði ég með mér. Guð minn góður þessar 5 mín fæ ég aldrey til baka. Þetta var hörmung að horfa á blábeltara í BJJ rúlla svona á móti strák með enga tækni og lýta svona illa í á aðra lotu. Og ekkert að gerast mest allann tímann. Þetta var flott hjá Halla, hann þarf bara að vera duglegur að æfa. Krafturinn er þarna vantar bara tækni. Ég býð bara spentur eftir Gilzinegger og Halla. Tveir sterkir og enga tækni. Verður allavega skemtilegt að horfa á. kveðja frá USA Collimore
ps. æfi BJJ og smá box annars lagið.