Mjölnir hefur hafið æfingar í húsnæði Júdófélags Reykjavíkur í Ármúla. Ný tafla er komin og hefjast æfingar skv. henni fimmtudaginn 1. september (Síðasta æfingin í Þórshamri verður þriðjudaginn 30. ágúst skv. gömlu töflunni):
Þriðjudagar og fimmtudagar:
20:30 - 22:30 (BJJ)
Laugardagar:
12:00 - 14:00 (BJJ/MMA)
BJJ = Brasilískt Jiu Jitsu og Submission Grappling
MMA = Mixed Martial Arts (farið meira í standandi viðureign en í BJJ tímum)
Æft verður þrisvar í viku, tvo tíma í senn. Allar æfingar eru í tvo tíma.
Byrjendur eru velkomnir á allar æfingar og verður vel tekið á móti ykkur.
Gjaldskrá
Einn mánuður - 5000 kr.
Fjórir mánuðir - 18.000 kr. (sept - des)
Einn tími - 1000 kr.
Engar fríar æfingar. (Ef þú hefur aldrei prófað áður vertu óhrædd/ur að ræða við þjálfarann um að fá fría prufutíma.)
Ef þú hefur þegar greitt æfingagjöld í Júdó fyrir mánuðinn, geturðu fengið 50% afslátt á Mjölnis æfingarnar.
Þjálfarar
Arnar Freyr og Bjarni (með blátt belti í BJJ frá Matt Thornton) munu að mestu sjá um BJJ æfingarnar og Jón Gunnar er búinn að lofa að kíkja þegar hann hefur tíma (ath. að æfingar í World Class eru ennþá í fullum gangi á mán. mið og fös).
MMA verður í umsjón Jóns Viðars auk annarra.
Spurningar
Sendið okkur póst
eða hringið í
899-7652 (Árni Þór)
822-9698 (Arnar Freyr)
698-9658 (Bjarni B.)
Árni Þór - Mjölnir/SBG